Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Græða á grísum

Dansk­ir svína­bænd­ur selja ár­lega millj­ón­ir lif­andi smágrísa til margra Evr­ópu­landa. Grís­irn­ir eru eft­ir­sótt­ir og dönsk slát­ur­hús geta ekki keppt við er­lenda kaup­end­ur sem bjóða hærra verð. Þýska­land og Pól­land eru stærstu kaup­end­urn­ir.

Svínakótelettur, beikon, svínalæri, purusteik og svínasnitsel. Þetta og margt fleira kemur iðulega upp í hugann þegar minnst er á Danmörku og danskan mat. Og ekki að ástæðulausu. Meðal-Daninn borðar rúmlega 32 kíló af svínakjöti á hverju ári, það er meira en helmingur þess kjöts sem hver landsmaður lætur árlega í sig.

En það eru ekki eingöngu Danir sjálfir sem borða allt það svínakjöt, og aðrar landbúnaðarafurðir sem til verða í landinu, útflutningur á sér langa hefð og er mikilvægur þáttur í dönsku efnahagslífi.

Sameinaða danska gufuskipafélagið (Det forenede Dampskibs-Selskab), ætíð kallað DFDS, var stofnað árið 1866. Flutningur á lifandi dýrum, fyrst og fremst grísum, var frá upphafi mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins.

Fyrsta skipinu sem félagið lét smíða, gagngert til gripaflutninga, var hleypt af stokkunum árið 1874. Það fékk nafnið Riberhus (sama nafn og þekkt ostategund í dag) og með tilkomu þess hófust gripaflutningar frá Esbjerg, en áður höfðu skipin lagt upp frá Kaupmannahöfn. Útflutningurinn fór nær allur til Englands og mun hagkvæmara og fljótlegra að sigla frá Esbjerg en frá dönsku höfuðborginni. Um borð í Riberhus var einungis pláss fyrir örfáa farþega og sérstaklega tiltekið að þeir sem ferðuðust með skipinu yrðu að hafa með sér hnífapör og handklæði.

Með tilkomu samvinnufélaga um rekstur sláturhúsa og mjólkursamlaga árið 1882 lagðist útflutningur lifandi dýra til slátrunar af og í staðinn kom útflutningur á kjötvörum, ekki síst beikoni, smjöri og eggjum. Ný skip, sem auk matvörunnar gátu flutt farþega, komu til sögunnar. DFDS var eftir sem áður langstærsta fyrirtækið á þessu sviði.

Bættar samgöngur og breyttur flutningamáti

Fyrirkomulag vöruflutninga, ekki síst á ferskum og frosnum matvörum, hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Flutningabílar hafa leyst skipin af hólmi og fyrir því eru ýmsar ástæður. Í stað þess að flytja vörurnar frá framleiðslustað til skips og svo frá skipi til kaupanda eru vörurnar fluttar með bíl frá seljanda til kaupanda. Flutningabílarnir hafa stækkað jafnt og þétt og eru í tugþúsundatali á ferðinni, jafnt á nóttu sem degi. Þeir sem flytja ferskar matvörur eru yfirleitt með kælibúnað til að tryggja gæði farmsins. 

Tugmilljónir grísa á nokkrum árum

Oft er haft á orði að sagan endurtaki sig með vissu millibili. Það má með sanni segja um útflutning á dönskum svínum, enda þótt útflutningurinn sé með öðrum hætti en þegar hann hófst upp úr miðri 19. öld. Ólíkt því sem þá var er nú um að ræða smágrísi, í kringum 30 kíló að þyngd, sem seldir eru úr landi. Útflutningurinn hefur vaxið jafnt og þétt og á þessu ári (2024) verða samtals fluttar út 16 milljónir grísa. Gert er ráð fyrir að á næstu árum hækki sú tala árlega um tvær til þrjár milljónir, jafnvel meira. Pólverjar og Þjóðverjar eru stærstu kaupendurnir. Á árunum 2020 til 2024 fóru 30,4 milljónir grísa til Póllands, 30 milljónir til Þýskalands, 4,3 milljónir til Ítalíu, Serbar, Spánverjar, Króatar, og Rúmenar keyptu um eina milljón hver þjóð og til Bosníu og Slóvakíu fóru samtals um 200 þúsund grísir á þessum fjórum árum. Allir fluttir með bílum sem eru sérútbúnir fyrir slíka flutninga og geta flutt allt að 600 grísi í hverri ferð.

60 milljónir
grísa fóru til Póllands og Þýskalands frá Danmörku frá árinu 2020 til 2024

Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt að leyfilegur hámarks ferðatími flutningabíla með lifandi dýr sé 24 klukkutímar, en þá skal gera sólarhrings hlé á ferðalaginu, á sérstökum „gististöðum“. Sólarhrings ferðalag er allt of langt að mati dýraverndunarsamtaka sem telja átta klukkustundir hæfilegt. Kaupendurnir eru bændur í viðkomandi löndum sem ala grísina uns þeir eru komnir í hæfilega stærð og þyngd til slátrunar.

Útlendingar borga hærra verð

Ástæður þess að dönsku grísirnir eru jafneftirsóttir og raun ber vitni eru einkum þær að þeir eru hraustir, kjötmiklir og lausir við svínapest sem herjar í mörgum löndum. Fyrir þetta eru erlendir kaupendur tilbúnir að borga hærra verð en danskir bændur geta vænst að fá í heimalandinu.

„Ég læt ekki freistast af meiri peningum“
danskur bóndi

Í viðtali við dagblaðið Politiken sagðist bóndi á Jótlandi, sem elur árlega um 185 þúsund smágrísi, geta fengið miklu hærra verð ef hann seldi alla grísina til útflutnings. Það vill hann aftur á móti ekki og seldi á þessu ári 25 þúsund grísi til útflutnings en hina 160 þúsund til annars bónda sem elur þá í „hæfilega“ þyngd til slátrunar, sem fer fram í Danmörku. Aðspurður sagði bóndinn að hann hefði fengið um það bil 24 milljónum danskra króna, eða 470 milljónir íslenskar, meira ef hann seldi grísina til útflutnings en ég læt ekki freistast af meiri peningum“ sagði bóndinn.

Á síðustu árum hafa 24 dönsk sláturhús og kjötvinnslur orðið að hætta starfsemi og um það bil 9 þúsund starfsmenn misst vinnuna.

Framar í þessum pistli var nefnt að á þessu ári verði fluttar út um 16 milljónir grísa frá Danmörku, nokkru færri verður slátrað í Danmörku. Rétt er að nefna að Danir flytja allmikið út af svínaafurðum, bæði ferskum og frosnum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár