Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kosningavaka Samfylkingar: „Aldrei vekja mig“

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar gerði sér ferð á kosn­inga­vöku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kola­port­inu á kosn­ing­anótt. Þar komust að færri en vildu, bæði fólk sem kaus Sam­fylk­ing­una og aðr­ir.

Kosningavaka Samfylkingar: „Aldrei vekja mig“
Fylgisaukning Frambjóðendur Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft þegar tölur voru kynntar. Mynd: Golli

Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti á kosninganótt og ég er á leiðinni úr Valsheimilinu yfir í Kolaportið þar sem Samfylkingin heldur sína kosningavöku. Þær tölur sem þegar hafa borist hafa verið flokknum mjög í vil og ég býst við því að fólk fari að flykkjast þangað í hrönnum, enda nánast náttúrulögmál að fólk vill helst djamma með þeim sem eru að sigra kosningar.

„Það er röð“

Ég reynist sannspá. Þegar ég geng fyrir hornið við Bæjarins Beztu blasir við mér margra metra röð fólks sem bíður þess að verða hleypt inn á gleðskapinn. Það mætti halda að það væri verið að opna nýjan kleinuhringjastað þarna inni. Ég dáist að metnaðinum í mannskapnum að standa hérna, enda gríðarlega kalt. Sérstaklega hér því það er hvasst svona nálægt sjónum. Fólkið hjúfrar sig upp að hvert öðru. 

Sjálf hef ég ekki tíma til að bíða í röðinni, það styttist í fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmunum, og auk þess er ég í vinnunni. Það fer yfirleitt betur á því að norpa í biðröðum í sínum eigin frítíma. Ég geng að dyrunum, en þar er þvaga fólks sem ég sé fyrir mér að þurfa að olnboga mig í gegnum til að komast inn. 

Biðin langaRöðin teygði sig á tímabili alla leið að Tryggvagötu.

Kona sem stendur aðeins innar en ég biðst inngöngu. „Það er röð,“ segir maðurinn í dyrunum og bendir á mannmergðina sem teygir sig meðfram húsveggnum. Konan útskýrir að hún sé í kosningastjórn flokksins í Kópavogi og hafi aðeins brugðið sér út til að fá sér að reykja. Maðurinn horfir á hana skeptískur og hleypir henni hvorki lönd né strönd.

Samkomutakmarkanir tvíeykisins

Þremur lögregluþjónum er hleypt inn um hliðardyr. Þeir ræða við fólk þar. Það virðist vera einhvers konar eftirlit með kosningavökunni að eiga sér stað. Ungur maður framarlega í röðinni grínast með það að það sé verið að passa upp á samkomutakmarkanir þar sem Víðir Reynisson og Alma Möller séu stödd inni, enda nánast ótvíræð andlit langra samkomutakmarkana í faraldrinum. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Have you seen the bigger piggies in their starched white shirts?"
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár