Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningavaka Samfylkingar: „Aldrei vekja mig“

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar gerði sér ferð á kosn­inga­vöku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kola­port­inu á kosn­ing­anótt. Þar komust að færri en vildu, bæði fólk sem kaus Sam­fylk­ing­una og aðr­ir.

Kosningavaka Samfylkingar: „Aldrei vekja mig“
Fylgisaukning Frambjóðendur Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft þegar tölur voru kynntar. Mynd: Golli

Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti á kosninganótt og ég er á leiðinni úr Valsheimilinu yfir í Kolaportið þar sem Samfylkingin heldur sína kosningavöku. Þær tölur sem þegar hafa borist hafa verið flokknum mjög í vil og ég býst við því að fólk fari að flykkjast þangað í hrönnum, enda nánast náttúrulögmál að fólk vill helst djamma með þeim sem eru að sigra kosningar.

„Það er röð“

Ég reynist sannspá. Þegar ég geng fyrir hornið við Bæjarins Beztu blasir við mér margra metra röð fólks sem bíður þess að verða hleypt inn á gleðskapinn. Það mætti halda að það væri verið að opna nýjan kleinuhringjastað þarna inni. Ég dáist að metnaðinum í mannskapnum að standa hérna, enda gríðarlega kalt. Sérstaklega hér því það er hvasst svona nálægt sjónum. Fólkið hjúfrar sig upp að hvert öðru. 

Sjálf hef ég ekki tíma til að bíða í röðinni, það styttist í fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmunum, og auk þess er ég í vinnunni. Það fer yfirleitt betur á því að norpa í biðröðum í sínum eigin frítíma. Ég geng að dyrunum, en þar er þvaga fólks sem ég sé fyrir mér að þurfa að olnboga mig í gegnum til að komast inn. 

Biðin langaRöðin teygði sig á tímabili alla leið að Tryggvagötu.

Kona sem stendur aðeins innar en ég biðst inngöngu. „Það er röð,“ segir maðurinn í dyrunum og bendir á mannmergðina sem teygir sig meðfram húsveggnum. Konan útskýrir að hún sé í kosningastjórn flokksins í Kópavogi og hafi aðeins brugðið sér út til að fá sér að reykja. Maðurinn horfir á hana skeptískur og hleypir henni hvorki lönd né strönd.

Samkomutakmarkanir tvíeykisins

Þremur lögregluþjónum er hleypt inn um hliðardyr. Þeir ræða við fólk þar. Það virðist vera einhvers konar eftirlit með kosningavökunni að eiga sér stað. Ungur maður framarlega í röðinni grínast með það að það sé verið að passa upp á samkomutakmarkanir þar sem Víðir Reynisson og Alma Möller séu stödd inni, enda nánast ótvíræð andlit langra samkomutakmarkana í faraldrinum. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Have you seen the bigger piggies in their starched white shirts?"
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár