Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir nítján prósent

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn held­ur áfram að dala og er kom­inn und­ir nítj­án pró­sent í fylgi. Þeir missa einn þing­mann yf­ir til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir nítján prósent
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrr í nótt. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn missir einn þingmann þegar lokatölur úr Norðausturkjördæmi eru ljósar og fylgið heldur áfram að síga. Flokkurinn fer úr fjórtán þingmönnum niður í þrettán og mælist nú undir nítján prósentum. Samfylkingin hagnast hins vegar á niðurstöðunum og græðir þingmann til viðbótar og er því með 16 þingmenn eins og sakir standa á landinu öllu.

Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á verstu kosninganiðurstöðu flokksins í sögunni. Hann hefur aldrei farið undir tuttugu prósent og er að auki annar stærsti flokkurinn á Íslandi sem er nýr veruleiki í íslenskum stjórnmálum.

Framsóknarflokkurinn fær tvo þingmenn úr kjördæminu og má segja að það sé þokkalegur varnarsigur flokksins í Norðausturkjördæmi, þau missa þó einn þingmann. Fylgishrun Framsóknar er sögulegt líkt og Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn mælist í 7,9 prósentum samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar.

Enn er beðið eftir lokaniðurstöðum úr tveimur kjördæmum. Búist er við lokatölum úr Suðvesturkjördæmi sem ættu að koma innan skamms.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár