Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Grátið á kosningavöku VG

Vinstri græn eru að detta út af þingi mið­að við fyrstu töl­ur. Flokk­ur­inn mæl­ist með 2,3 pró­sent fylgi á landsvísu þeg­ar fyrstu töl­ur hafa borist úr öll­um kjör­dæm­um. „Ég held að við merj­um þetta,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur rétt áð­ur en fyrstu töl­ur í Reykja­vík voru til­kynnt­ar.

Grátið á kosningavöku VG
Vinstri græn Finnur Ricart Andrason, Brynhildur Björnsdóttir og Svandís Svarvarsdóttir eru öll í framboði fyrir Vinstri græn. Ekkert þeirra er á leiðinni á þing eins og staðan er núna og allt lítur út fyrir að flokkurinn sé að detta út af þingi. Mynd: Golli

„Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,“ söng trúbador hástöfum þegar blaðamaður leit við á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó rétt eftir ellefu í kvöld. Áður hafði kosningastjórinn í Suðurkjördæmi stýrt samsöng þar sem Maístjarnan og Græna byltingin ómuðu meðal annars en það síðarnefnda hefur verið einkennislag flokksins í kosningabaráttunni síðustu vikur. 

Vinstri græn mælast með 2,3 prósent fylgi á landsvísu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í öllum kjördæmum. Verði þetta lokaniðurstaðan mun flokkurinn ekki ná inn þingmanni og auk þess mun flokkurinn ekki fá grunnframlag í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Alls þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á grunnframlagi, 12 milljónum króna á ári.  

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, flutti hjartnæma ræðu fyrr um kvöldið. Atkvæðin sem flokkurinn hlýtur samkvæmt fyrstu tölum telja á nokkrum tugum í hverju kjördæmi og það mátti heyra saumnál detta þegar fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp: 100 atkvæði. Á sama tíma supu aðrir hveljur þegar tölur fyrir Miðflokkinn og Flokk fólksins voru lesnar upp. 

Var bjartsýnnOrri Páll Jóhannsson hefur verið þingmaður VG síðan 2021 en tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í janúar 2017. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík suður en er ekki á leið á þing eins og staðan er núna. Það sama er að segja um alla frambjóðendur flokksins.

Orri Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins síðustu þrjú ár tilkynnir starfsmanni flokksins rétt eftir miðnætti að nú sé hann ekki lengur yfirmaður hennar þar sem hann er nú búinn að missa umboð sitt sem þingmaður og þingflokksformaður. Hann er samt bjartsýnn. „Ég held að við merjum þetta.“ 

Skömmu síðar eru fyrstu tölur í Reykjavík suður lesnar upp. Hvorki Svandís né Orri Páll ná inn og útlit er fyrir að Vinstri græn séu að kveðja Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun flokksins, árið 1999, sem hann fær ekki þingmann kjörinn. Stærsti kosningasigur VG vannst í kosningunum 2000 þegar hann hlaut 21,68 prósent atkvæða og 14 þingmenn kjörna en fæsta þingmenn í kosningunum 2003, fimm talsins. Þar til nú, þegar allt lítur út fyrir að Vinstri græn séu að segja skilið við Alþingi. Að minnsta kosti í bili.

Orri Páll sagði ótímabært að ræða hvað taki við hjá honum, eða öðrum þingmönnum flokksins.

Una Torfadóttir, dóttir Svandísar, treysti sér ekki til að ræða við blaðamann. Tilfinningarnar voru of miklar. Staðan tók sýnilega á stuðningsmenn og tár féllu í salnum. 

Sjálf var Svandís á leið upp á RÚV rétt eins og oddvitar allra flokkanna. Á sama tíma voru fréttamaður og tökumaður RÚV að ganga frá í Iðnó. Það þykir ekki tilefni til að segja frekari fréttir frá kosningavöku Vinstri grænna í nótt.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár