Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Grátið á kosningavöku VG

Vinstri græn eru að detta út af þingi mið­að við fyrstu töl­ur. Flokk­ur­inn mæl­ist með 2,3 pró­sent fylgi á landsvísu þeg­ar fyrstu töl­ur hafa borist úr öll­um kjör­dæm­um. „Ég held að við merj­um þetta,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur rétt áð­ur en fyrstu töl­ur í Reykja­vík voru til­kynnt­ar.

Grátið á kosningavöku VG
Vinstri græn Finnur Ricart Andrason, Brynhildur Björnsdóttir og Svandís Svarvarsdóttir eru öll í framboði fyrir Vinstri græn. Ekkert þeirra er á leiðinni á þing eins og staðan er núna og allt lítur út fyrir að flokkurinn sé að detta út af þingi. Mynd: Golli

„Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,“ söng trúbador hástöfum þegar blaðamaður leit við á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó rétt eftir ellefu í kvöld. Áður hafði kosningastjórinn í Suðurkjördæmi stýrt samsöng þar sem Maístjarnan og Græna byltingin ómuðu meðal annars en það síðarnefnda hefur verið einkennislag flokksins í kosningabaráttunni síðustu vikur. 

Vinstri græn mælast með 2,3 prósent fylgi á landsvísu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í öllum kjördæmum. Verði þetta lokaniðurstaðan mun flokkurinn ekki ná inn þingmanni og auk þess mun flokkurinn ekki fá grunnframlag í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Alls þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á grunnframlagi, 12 milljónum króna á ári.  

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, flutti hjartnæma ræðu fyrr um kvöldið. Atkvæðin sem flokkurinn hlýtur samkvæmt fyrstu tölum telja á nokkrum tugum í hverju kjördæmi og það mátti heyra saumnál detta þegar fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp: 100 atkvæði. Á sama tíma supu aðrir hveljur þegar tölur fyrir Miðflokkinn og Flokk fólksins voru lesnar upp. 

Var bjartsýnnOrri Páll Jóhannsson hefur verið þingmaður VG síðan 2021 en tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í janúar 2017. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík suður en er ekki á leið á þing eins og staðan er núna. Það sama er að segja um alla frambjóðendur flokksins.

Orri Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins síðustu þrjú ár tilkynnir starfsmanni flokksins rétt eftir miðnætti að nú sé hann ekki lengur yfirmaður hennar þar sem hann er nú búinn að missa umboð sitt sem þingmaður og þingflokksformaður. Hann er samt bjartsýnn. „Ég held að við merjum þetta.“ 

Skömmu síðar eru fyrstu tölur í Reykjavík suður lesnar upp. Hvorki Svandís né Orri Páll ná inn og útlit er fyrir að Vinstri græn séu að kveðja Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun flokksins, árið 1999, sem hann fær ekki þingmann kjörinn. Stærsti kosningasigur VG vannst í kosningunum 2000 þegar hann hlaut 21,68 prósent atkvæða og 14 þingmenn kjörna en fæsta þingmenn í kosningunum 2003, fimm talsins. Þar til nú, þegar allt lítur út fyrir að Vinstri græn séu að segja skilið við Alþingi. Að minnsta kosti í bili.

Orri Páll sagði ótímabært að ræða hvað taki við hjá honum, eða öðrum þingmönnum flokksins.

Una Torfadóttir, dóttir Svandísar, treysti sér ekki til að ræða við blaðamann. Tilfinningarnar voru of miklar. Staðan tók sýnilega á stuðningsmenn og tár féllu í salnum. 

Sjálf var Svandís á leið upp á RÚV rétt eins og oddvitar allra flokkanna. Á sama tíma voru fréttamaður og tökumaður RÚV að ganga frá í Iðnó. Það þykir ekki tilefni til að segja frekari fréttir frá kosningavöku Vinstri grænna í nótt.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár