Grátið á kosningavöku VG

Vinstri græn eru að detta út af þingi mið­að við fyrstu töl­ur. Flokk­ur­inn mæl­ist með 2,3 pró­sent fylgi á landsvísu þeg­ar fyrstu töl­ur hafa borist úr öll­um kjör­dæm­um. „Ég held að við merj­um þetta,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur rétt áð­ur en fyrstu töl­ur í Reykja­vík voru til­kynnt­ar.

Grátið á kosningavöku VG
Vinstri græn Finnur Ricart Andrason, Brynhildur Björnsdóttir og Svandís Svarvarsdóttir eru öll í framboði fyrir Vinstri græn. Ekkert þeirra er á leiðinni á þing eins og staðan er núna og allt lítur út fyrir að flokkurinn sé að detta út af þingi. Mynd: Golli

„Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,“ söng trúbador hástöfum þegar blaðamaður leit við á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó rétt eftir ellefu í kvöld. Áður hafði kosningastjórinn í Suðurkjördæmi stýrt samsöng þar sem Maístjarnan og Græna byltingin ómuðu meðal annars en það síðarnefnda hefur verið einkennislag flokksins í kosningabaráttunni síðustu vikur. 

Vinstri græn mælast með 2,3 prósent fylgi á landsvísu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í öllum kjördæmum. Verði þetta lokaniðurstaðan mun flokkurinn ekki ná inn þingmanni og auk þess mun flokkurinn ekki fá grunnframlag í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Alls þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á grunnframlagi, 12 milljónum króna á ári.  

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, flutti hjartnæma ræðu fyrr um kvöldið. Atkvæðin sem flokkurinn hlýtur samkvæmt fyrstu tölum telja á nokkrum tugum í hverju kjördæmi og það mátti heyra saumnál detta þegar fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp: 100 atkvæði. Á sama tíma supu aðrir hveljur þegar tölur fyrir Miðflokkinn og Flokk fólksins voru lesnar upp. 

Var bjartsýnnOrri Páll Jóhannsson hefur verið þingmaður VG síðan 2021 en tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í janúar 2017. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík suður en er ekki á leið á þing eins og staðan er núna. Það sama er að segja um alla frambjóðendur flokksins.

Orri Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins síðustu þrjú ár tilkynnir starfsmanni flokksins rétt eftir miðnætti að nú sé hann ekki lengur yfirmaður hennar þar sem hann er nú búinn að missa umboð sitt sem þingmaður og þingflokksformaður. Hann er samt bjartsýnn. „Ég held að við merjum þetta.“ 

Skömmu síðar eru fyrstu tölur í Reykjavík suður lesnar upp. Hvorki Svandís né Orri Páll ná inn og útlit er fyrir að Vinstri græn séu að kveðja Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun flokksins, árið 1999, sem hann fær ekki þingmann kjörinn. Stærsti kosningasigur VG vannst í kosningunum 2000 þegar hann hlaut 21,68 prósent atkvæða og 14 þingmenn kjörna en fæsta þingmenn í kosningunum 2003, fimm talsins. Þar til nú, þegar allt lítur út fyrir að Vinstri græn séu að segja skilið við Alþingi. Að minnsta kosti í bili.

Orri Páll sagði ótímabært að ræða hvað taki við hjá honum, eða öðrum þingmönnum flokksins.

Una Torfadóttir, dóttir Svandísar, treysti sér ekki til að ræða við blaðamann. Tilfinningarnar voru of miklar. Staðan tók sýnilega á stuðningsmenn og tár féllu í salnum. 

Sjálf var Svandís á leið upp á RÚV rétt eins og oddvitar allra flokkanna. Á sama tíma voru fréttamaður og tökumaður RÚV að ganga frá í Iðnó. Það þykir ekki tilefni til að segja frekari fréttir frá kosningavöku Vinstri grænna í nótt.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
1
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
Efnahagslegar afleiðingar kosninga:  Halló aftur, Trump
4
Greining

Efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar kosn­inga: Halló aft­ur, Trump

Arf­leifð Don­alds Trump frá fyrra kjör­tíma­bili seg­ir ekki mik­ið til um áhrif umbreyt­inga sem hann hygg­ur á nú á því næsta. Vænt­ing­ar kjós­enda hans eru lík­lega ekki al­veg þær sömu og millj­arða­mær­ing­anna sem einnig komu hon­um til valda að nýju. Hér er far­ið yf­ir stöð­una í al­þjóð­legu og póli­tísku sam­hengi ein­um degi fyr­ir okk­ar eig­in kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu