Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Grátið á kosningavöku VG

Vinstri græn eru að detta út af þingi mið­að við fyrstu töl­ur. Flokk­ur­inn mæl­ist með 2,3 pró­sent fylgi á landsvísu þeg­ar fyrstu töl­ur hafa borist úr öll­um kjör­dæm­um. „Ég held að við merj­um þetta,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur rétt áð­ur en fyrstu töl­ur í Reykja­vík voru til­kynnt­ar.

Grátið á kosningavöku VG
Vinstri græn Finnur Ricart Andrason, Brynhildur Björnsdóttir og Svandís Svarvarsdóttir eru öll í framboði fyrir Vinstri græn. Ekkert þeirra er á leiðinni á þing eins og staðan er núna og allt lítur út fyrir að flokkurinn sé að detta út af þingi. Mynd: Golli

„Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,“ söng trúbador hástöfum þegar blaðamaður leit við á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó rétt eftir ellefu í kvöld. Áður hafði kosningastjórinn í Suðurkjördæmi stýrt samsöng þar sem Maístjarnan og Græna byltingin ómuðu meðal annars en það síðarnefnda hefur verið einkennislag flokksins í kosningabaráttunni síðustu vikur. 

Vinstri græn mælast með 2,3 prósent fylgi á landsvísu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í öllum kjördæmum. Verði þetta lokaniðurstaðan mun flokkurinn ekki ná inn þingmanni og auk þess mun flokkurinn ekki fá grunnframlag í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Alls þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á grunnframlagi, 12 milljónum króna á ári.  

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, flutti hjartnæma ræðu fyrr um kvöldið. Atkvæðin sem flokkurinn hlýtur samkvæmt fyrstu tölum telja á nokkrum tugum í hverju kjördæmi og það mátti heyra saumnál detta þegar fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp: 100 atkvæði. Á sama tíma supu aðrir hveljur þegar tölur fyrir Miðflokkinn og Flokk fólksins voru lesnar upp. 

Var bjartsýnnOrri Páll Jóhannsson hefur verið þingmaður VG síðan 2021 en tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í janúar 2017. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík suður en er ekki á leið á þing eins og staðan er núna. Það sama er að segja um alla frambjóðendur flokksins.

Orri Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins síðustu þrjú ár tilkynnir starfsmanni flokksins rétt eftir miðnætti að nú sé hann ekki lengur yfirmaður hennar þar sem hann er nú búinn að missa umboð sitt sem þingmaður og þingflokksformaður. Hann er samt bjartsýnn. „Ég held að við merjum þetta.“ 

Skömmu síðar eru fyrstu tölur í Reykjavík suður lesnar upp. Hvorki Svandís né Orri Páll ná inn og útlit er fyrir að Vinstri græn séu að kveðja Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun flokksins, árið 1999, sem hann fær ekki þingmann kjörinn. Stærsti kosningasigur VG vannst í kosningunum 2000 þegar hann hlaut 21,68 prósent atkvæða og 14 þingmenn kjörna en fæsta þingmenn í kosningunum 2003, fimm talsins. Þar til nú, þegar allt lítur út fyrir að Vinstri græn séu að segja skilið við Alþingi. Að minnsta kosti í bili.

Orri Páll sagði ótímabært að ræða hvað taki við hjá honum, eða öðrum þingmönnum flokksins.

Una Torfadóttir, dóttir Svandísar, treysti sér ekki til að ræða við blaðamann. Tilfinningarnar voru of miklar. Staðan tók sýnilega á stuðningsmenn og tár féllu í salnum. 

Sjálf var Svandís á leið upp á RÚV rétt eins og oddvitar allra flokkanna. Á sama tíma voru fréttamaður og tökumaður RÚV að ganga frá í Iðnó. Það þykir ekki tilefni til að segja frekari fréttir frá kosningavöku Vinstri grænna í nótt.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár