Kosningabaráttunni sem staðið hefur yfir í rúmlega sex vikur fer brátt að ljúka því Íslendingar ganga til kosninga á laugardag. Á þessum tiltölulega stutta tíma hafa ellefu stjórnmálaflokkar keppst við að koma sínum skilaboðum áleiðis til almennings með ýmsum leiðum. Í samtali stjórnmálamanna og kjósenda hafa sum málefni fengið meira pláss í umræðunni á meðan önnur hafa fengið litla sem enga athygli.
Umræða sem á sér stað í aðdraganda alþingiskosninga segir okkur ýmislegt um stjórnmálaflokka og einstaklingana sem bjóða sig fram undir merkjum þeirra. Hún segir okkur líka mikið um okkur sjálf, kjósendur.
Líta má á kosningabaráttuna sem nokkurs konar spegil sem gefur okkur vísbendingar um viðhorf landsmanna til ýmissa málefna, hvaða hugmyndir og gildi togast á í hugum kjósenda og ekki síst hver forgangsröðun okkar er hverju sinni.
Fimm ólíkir viðmælendur sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt – það að hafa fylgst …
Athugasemdir