Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það sem kosningabaráttan segir okkur um samfélagið

Síð­ustu sex vik­ur hafa ell­efu stjórn­mála­flokk­ar lagt sig fram við að kynna sín stefnu­mál og mál­flutn­ing­ur þeirra hef­ur fall­ið í mis­frjó­an jarð­veg. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa sömu­leið­is stað­ið í ströngu við að greina orð­ræð­una og hvað hún seg­ir um þá flokka sem bjóða fram til þings. Hér greina þeir hins veg­ar hvað um­ræð­an í að­drag­anda kosn­inga seg­ir um sam­fé­lag­ið.

Það sem kosningabaráttan segir okkur um samfélagið
Kosningabaráttan á lokametrunum Frambjóðendur níu af ellefu flokkum sem bjóða sig fram mættu á kappræður Heimildarinnar og reyndu sitt besta við að heilla kjósendur. Hvað segir málflutningurinn sem einkennt hefur þessa kosningabaráttu um okkur? Mynd: Golli

Kosningabaráttunni sem staðið hefur yfir í rúmlega sex vikur fer brátt að ljúka því Íslendingar ganga til kosninga á laugardag. Á þessum tiltölulega stutta tíma hafa ellefu stjórnmálaflokkar keppst við að koma sínum skilaboðum áleiðis til almennings með ýmsum leiðum. Í samtali stjórnmálamanna og kjósenda hafa sum málefni fengið meira pláss í umræðunni á meðan önnur hafa fengið litla sem enga athygli.

Umræða sem á sér stað í aðdraganda alþingiskosninga segir okkur ýmislegt um stjórnmálaflokka og einstaklingana sem bjóða sig fram undir merkjum þeirra. Hún segir okkur líka mikið um okkur sjálf, kjósendur.

Líta má á kosningabaráttuna sem nokkurs konar spegil sem gefur okkur vísbendingar um viðhorf landsmanna til ýmissa málefna, hvaða hugmyndir og gildi togast á í hugum kjósenda og ekki síst hver forgangsröðun okkar er hverju sinni.

Fimm ólíkir viðmælendur sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt – það að hafa fylgst …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár