Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver stóð sig best í kappræðunum?

Leið­tog­ar níu stjórn­mála­flokka gerðu sitt besta til að heilla kjós­end­ur í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í Tjarn­ar­bíói í gær­kvöld. En hver stóð sig best?

Hver stóð sig best í kappræðunum?
Keppst um fylgi Kappræður Heimildarinnar fóru fram í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Mynd: Golli

Níu leiðtogar í þeim stjórnmálaflokkum sem mælast með 2,5% fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar mættust í kappræðum í Tjarnarbíói í gærkvöld. Spyrlar voru Aðalsteinn Kjartansson og Ragnhildur Þrastardóttir.

Umræðurnar voru líflegar og fóru um víðan völl. Til dæmis tjáðu stjórnmálamennirnir sig um afstöðu flokka sinna til efnahagsmála, heilbrigðismála og utanríkismála.

Allir gerðu leiðtogarnir sitt besta til að heilla kjósendur, sem og áhorfendur í sal, enda aðeins örfáir dagar þangað til Íslendingar ganga að kjörborðinu. Kosningar munu að óbreyttu fara fram á laugadag, 30. nóvember. 

Ef þú misstir af kappræðunum í gær má horfa á þær með því að smella hér.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    þessi linkur að horfa á kappræðurnar er eitthvað gallaður, maður kemst ekkert lengra en að sjá auglýsingu frá Hringdu.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Kristrún og Sanna eru rökvísar að vanda, Inga Sæland er með fingurinn á púlsinum og eins og Sanna er að vinna fyrir lág og millistétt og henni mæltist vel eins og venjulega með sláandi staðreyndir! Það var áberandi hvað reynt var að þagga niður í henni (spyrjandi og Þorgerður Katrín) Píratar komu með góðar athugasemdir eins og vanalega. Versta var að Þorgerður Katrín fær að tala (eins og Bjarni Ben) hátt og mikið og lengi en segir fátt, hvernig ætlar hún að hafa hægri stefnu í fjármálum og vinstri velferð? Populismi!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár