Níu leiðtogar í þeim stjórnmálaflokkum sem mælast með 2,5% fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar mættust í kappræðum í Tjarnarbíói í gærkvöld. Spyrlar voru Aðalsteinn Kjartansson og Ragnhildur Þrastardóttir.
Umræðurnar voru líflegar og fóru um víðan völl. Til dæmis tjáðu stjórnmálamennirnir sig um afstöðu flokka sinna til efnahagsmála, heilbrigðismála og utanríkismála.
Allir gerðu leiðtogarnir sitt besta til að heilla kjósendur, sem og áhorfendur í sal, enda aðeins örfáir dagar þangað til Íslendingar ganga að kjörborðinu. Kosningar munu að óbreyttu fara fram á laugadag, 30. nóvember.
Ef þú misstir af kappræðunum í gær má horfa á þær með því að smella hér.
Athugasemdir (2)