Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig

Robert Michael O'Neill lærði að meta Ís­land upp á nýtt eft­ir að hafa bú­ið er­lend­is um tíma. Eft­ir að hafa flú­ið myrkr­ið, kuld­ann, fá­menn­ið og dýr­tíð­ina fatt­aði hann að Ís­land væri ekki svo slæmt eft­ir allt sam­an.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig
Ég er eins og ég er Robert Michael O'Neill er meðvitaður um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks en hefur ekki fundið fyrir bakslaginu persónulega. „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig.“ Mynd: Heimildin

„Að flytja til útlanda breytti því hvernig ég lít á lífið. Að vera mörg ár í burtu kenndi mér að meta Ísland miklu betur og allt sem við höfum: Vatnið, loftið, fólkið og náttúruna. Pabbi minn er írsk-amerískur. Ég er fæddur á Íslandi en bjó svo í Portúgal í smátíma og í Danmörku í fjöldamörg ár. Ég er smá heimsborgari en mér finnst rosalega gott að vera kominn heim til Íslands, ég fíla mig mjög vel hérna heima eftir að hafa verið í Evrópu. 

Að búa í Danmörku þar sem voru engin fjöll, flatur sjór, vont vatn, það breytti minni sýn á Ísland. Þegar ég flutti burt ætlaði ég aldrei að koma heim aftur, þetta var svo ömurlegt land, myrkrið, kuldinn, fámennið og dýrtíðin. Svo var ég tíu ár í burtu og kom heim og fattaði að þetta er ekki svona slæmt.   

„Mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi

En mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Það var allt öðruvísi, það er miklu stærri „gay kúltúr“ í evrópskum borgum en á Íslandi, þó það sé alltaf að skána hér. Það er bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks, ég finn alveg fyrir því, en það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í og halda áfram að fræða fólk. Við erum ekki öll eins. Ég hef ekki mikið fundið fyrir bakslaginu persónulega en ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig. 

Ég er algjör tuðari, en ég reyni samt að sýna betri hliðina þegar ég er í vinnunni. Ég er hárgreiðslumeistari, búinn að vera það í næstum þrjátíu ár, ég er að verða fimmtugur. Núna er lognið á undan storminum, ég þarf að sofa vel og borða vel til að vera vel stemmdur fyrir mikla vinnu í desember. Jólin verða síðan eins róleg og ég mögulega get. Ég er ekkert rosalegt jólabarn, ég verð einn með mömmu á jóladag og annan í jólum, hún kemur og gistir hjá mér.“ 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár