Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig

Robert Michael O'Neill lærði að meta Ís­land upp á nýtt eft­ir að hafa bú­ið er­lend­is um tíma. Eft­ir að hafa flú­ið myrkr­ið, kuld­ann, fá­menn­ið og dýr­tíð­ina fatt­aði hann að Ís­land væri ekki svo slæmt eft­ir allt sam­an.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig
Ég er eins og ég er Robert Michael O'Neill er meðvitaður um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks en hefur ekki fundið fyrir bakslaginu persónulega. „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig.“ Mynd: Heimildin

„Að flytja til útlanda breytti því hvernig ég lít á lífið. Að vera mörg ár í burtu kenndi mér að meta Ísland miklu betur og allt sem við höfum: Vatnið, loftið, fólkið og náttúruna. Pabbi minn er írsk-amerískur. Ég er fæddur á Íslandi en bjó svo í Portúgal í smátíma og í Danmörku í fjöldamörg ár. Ég er smá heimsborgari en mér finnst rosalega gott að vera kominn heim til Íslands, ég fíla mig mjög vel hérna heima eftir að hafa verið í Evrópu. 

Að búa í Danmörku þar sem voru engin fjöll, flatur sjór, vont vatn, það breytti minni sýn á Ísland. Þegar ég flutti burt ætlaði ég aldrei að koma heim aftur, þetta var svo ömurlegt land, myrkrið, kuldinn, fámennið og dýrtíðin. Svo var ég tíu ár í burtu og kom heim og fattaði að þetta er ekki svona slæmt.   

„Mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi

En mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Það var allt öðruvísi, það er miklu stærri „gay kúltúr“ í evrópskum borgum en á Íslandi, þó það sé alltaf að skána hér. Það er bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks, ég finn alveg fyrir því, en það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í og halda áfram að fræða fólk. Við erum ekki öll eins. Ég hef ekki mikið fundið fyrir bakslaginu persónulega en ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig. 

Ég er algjör tuðari, en ég reyni samt að sýna betri hliðina þegar ég er í vinnunni. Ég er hárgreiðslumeistari, búinn að vera það í næstum þrjátíu ár, ég er að verða fimmtugur. Núna er lognið á undan storminum, ég þarf að sofa vel og borða vel til að vera vel stemmdur fyrir mikla vinnu í desember. Jólin verða síðan eins róleg og ég mögulega get. Ég er ekkert rosalegt jólabarn, ég verð einn með mömmu á jóladag og annan í jólum, hún kemur og gistir hjá mér.“ 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár