Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig

Robert Michael O'Neill lærði að meta Ís­land upp á nýtt eft­ir að hafa bú­ið er­lend­is um tíma. Eft­ir að hafa flú­ið myrkr­ið, kuld­ann, fá­menn­ið og dýr­tíð­ina fatt­aði hann að Ís­land væri ekki svo slæmt eft­ir allt sam­an.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig
Ég er eins og ég er Robert Michael O'Neill er meðvitaður um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks en hefur ekki fundið fyrir bakslaginu persónulega. „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig.“ Mynd: Heimildin

„Að flytja til útlanda breytti því hvernig ég lít á lífið. Að vera mörg ár í burtu kenndi mér að meta Ísland miklu betur og allt sem við höfum: Vatnið, loftið, fólkið og náttúruna. Pabbi minn er írsk-amerískur. Ég er fæddur á Íslandi en bjó svo í Portúgal í smátíma og í Danmörku í fjöldamörg ár. Ég er smá heimsborgari en mér finnst rosalega gott að vera kominn heim til Íslands, ég fíla mig mjög vel hérna heima eftir að hafa verið í Evrópu. 

Að búa í Danmörku þar sem voru engin fjöll, flatur sjór, vont vatn, það breytti minni sýn á Ísland. Þegar ég flutti burt ætlaði ég aldrei að koma heim aftur, þetta var svo ömurlegt land, myrkrið, kuldinn, fámennið og dýrtíðin. Svo var ég tíu ár í burtu og kom heim og fattaði að þetta er ekki svona slæmt.   

„Mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi

En mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Það var allt öðruvísi, það er miklu stærri „gay kúltúr“ í evrópskum borgum en á Íslandi, þó það sé alltaf að skána hér. Það er bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks, ég finn alveg fyrir því, en það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í og halda áfram að fræða fólk. Við erum ekki öll eins. Ég hef ekki mikið fundið fyrir bakslaginu persónulega en ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig. 

Ég er algjör tuðari, en ég reyni samt að sýna betri hliðina þegar ég er í vinnunni. Ég er hárgreiðslumeistari, búinn að vera það í næstum þrjátíu ár, ég er að verða fimmtugur. Núna er lognið á undan storminum, ég þarf að sofa vel og borða vel til að vera vel stemmdur fyrir mikla vinnu í desember. Jólin verða síðan eins róleg og ég mögulega get. Ég er ekkert rosalegt jólabarn, ég verð einn með mömmu á jóladag og annan í jólum, hún kemur og gistir hjá mér.“ 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár