Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig

Robert Michael O'Neill lærði að meta Ís­land upp á nýtt eft­ir að hafa bú­ið er­lend­is um tíma. Eft­ir að hafa flú­ið myrkr­ið, kuld­ann, fá­menn­ið og dýr­tíð­ina fatt­aði hann að Ís­land væri ekki svo slæmt eft­ir allt sam­an.

Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig
Ég er eins og ég er Robert Michael O'Neill er meðvitaður um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks en hefur ekki fundið fyrir bakslaginu persónulega. „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig.“ Mynd: Heimildin

„Að flytja til útlanda breytti því hvernig ég lít á lífið. Að vera mörg ár í burtu kenndi mér að meta Ísland miklu betur og allt sem við höfum: Vatnið, loftið, fólkið og náttúruna. Pabbi minn er írsk-amerískur. Ég er fæddur á Íslandi en bjó svo í Portúgal í smátíma og í Danmörku í fjöldamörg ár. Ég er smá heimsborgari en mér finnst rosalega gott að vera kominn heim til Íslands, ég fíla mig mjög vel hérna heima eftir að hafa verið í Evrópu. 

Að búa í Danmörku þar sem voru engin fjöll, flatur sjór, vont vatn, það breytti minni sýn á Ísland. Þegar ég flutti burt ætlaði ég aldrei að koma heim aftur, þetta var svo ömurlegt land, myrkrið, kuldinn, fámennið og dýrtíðin. Svo var ég tíu ár í burtu og kom heim og fattaði að þetta er ekki svona slæmt.   

„Mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi

En mig langaði að upplifa að vera hinsegin maður einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Það var allt öðruvísi, það er miklu stærri „gay kúltúr“ í evrópskum borgum en á Íslandi, þó það sé alltaf að skána hér. Það er bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks, ég finn alveg fyrir því, en það er eitthvað sem við verðum að halda áfram að vinna í og halda áfram að fræða fólk. Við erum ekki öll eins. Ég hef ekki mikið fundið fyrir bakslaginu persónulega en ég er ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig af því hver ég er. Þá bara hefur þú það þannig. 

Ég er algjör tuðari, en ég reyni samt að sýna betri hliðina þegar ég er í vinnunni. Ég er hárgreiðslumeistari, búinn að vera það í næstum þrjátíu ár, ég er að verða fimmtugur. Núna er lognið á undan storminum, ég þarf að sofa vel og borða vel til að vera vel stemmdur fyrir mikla vinnu í desember. Jólin verða síðan eins róleg og ég mögulega get. Ég er ekkert rosalegt jólabarn, ég verð einn með mömmu á jóladag og annan í jólum, hún kemur og gistir hjá mér.“ 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár