„Mér fannst þetta vera mjög spes meðhöndlun á þessu máli. Það var keyrt í gegn algjörlega af Sjálfstæðismönnum og Framsókn, og sú vinna var leidd af formanni nefndarinnar,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fyrir helgi var samþykkt skattlagning á nikótínpúðum og veipvökva. Nokkuð hallar á vökvann sem hækkar umtalsvert meira en púðarnir eftir því sem styrkleikinn eykst, og í sumum tilfellum hækkar verðið á nikótínvökva um 200 prósent.
Skattar á sjávarútveg hurfu
„Upprunalega var áætlað að það kæmu inn sjö milljarðar með hækkun veiðigjalda og skatti á fiskeldi, en það var svo horfið út úr frumvarpinu þegar svokallaður bandormur tvö var lagður inn í nefndina, þá var hvergi minnst á fiskveiðigjöldin né skatt á fiskeldi. Í staðinn var kominn skattur sem fellur á nikótínvörur,“ útskýrir Gísli Rafn. Hann segir að í reynd sé verið að bæta upp fyrir tekjumissinn af veiðileyfagjöldum og …
Athugasemdir