Forleikur á Grænlandssundi
Að kvöldi 23. maí 1941 renndi splunkunýtt þýskt beitiskip sér inn á Grænlandssund að norðan og brunaði svo sundið á fullri ferð með vestfirsku fjöllin í sjónmáli á bakborða. Það hét Prinz Eugen, mjög vel vopnum búið 17.000 tonna skip og var í fylgd enn öflugra skips, orrustuskipsins Bismarcks. Sem betur fór voru engin íslensk skip eða bátar á Halamiðum um nóttina þegar þýsku skipin renndu sér fótskriðu suður sundið svona grá fyrir járnum.
Í morgunsárið daginn eftir lentu Prinz Eugen og Bismarck í sjóorrustu við breska orrustudeild djúpt suður af Reykjanesi og höfðu frægan sigur. Bismarck var svo eltur uppi af breska flotanum og honum sökkt en Prinz Eugen komst undan.
Svo fór að þetta var eina raunverulega sjóorrustan sem beitiskipið tók þátt í í seinni heimsstyrjöld og þegar Þjóðverjar höfðu gefist upp 1945 héldu sigurvegararnir tombólu um hver þeirra skyldi hreppa hinn óskemmda Prinz Eugen …
Athugasemdir