Snemma árs 2019 heimsótti blaðamaður mæðginin Írisi Jónsdóttur og Hjört Elías Ágústsson sem var þá níu ára og hafði glímt við krabbamein í ár. Hann var þá búinn að fara í geislameðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð. Íris lýsti því hvernig hún hefði sjálf breyst við áfallið og væri orðin reið út í lífið. Vonin var hennar haldreipi.
Fimm árum síðar er Íris allt önnur manneskja. „Ég var rosalega brotin því þetta var svo mikið álag. Þetta var mikið verkefni sem lá á mér. Ég var orðin andlega þreytt og veit ekki á hvaða orku ég gekk. Ég gekk um eins og vofa vegna þreytu og svaf ekki í marga daga af áhyggjum og kvölum hjá Hirti.“ Á þeim tíma hafði hún verið á spítalanum með syni sínum og verið til taks nótt sem dag. Hún gat ekki hugsað sér að fara frá honum …
Athugasemdir (1)