Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Telur í mesta lagi tvö gos eftir í Sundhnúksgígaröðinni – í bili

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur tel­ur að ekki sé mik­ið eft­ir af þeim elds­um­brot­um sem hafa ver­ið í Sund­hnúkagígaröð­inni á þessu ári. „Ég held að ef þessi um­brot stoppa á Sund­hnúk­arein­inni þá fá­um við pásu í dá­góð­an tíma. Alla­vega það lang­an að við þurf­um ekki að hafa áhyggj­ur af því í okk­ar líf­tíma.“

Telur í mesta lagi tvö gos eftir í Sundhnúksgígaröðinni – í bili

Mín tilfinning er að við sjáum í besta falli kannski eitt til tvö gos í viðbót og þá er þetta búið,“ spáir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur fyrir um framtíð eldvirkninnar í Sundhnúkagígaröðinni.

Hann telur að sú mikla virkni sem hefur verið í Sundhnúkagígaröðinni það sem af er ári muni ekki halda áfram mikið lengur og finnst það vera „á næstu grösum“ að umbrotin stöðvist.

Þetta rökstyður Þorvaldur með því að flæði kvikunnar upp úr dýpra geymsluhólfi og í það sem er grynnra, sem hefur valdið landrisinu í Svartsengi, virðist alltaf vera að minnka. 

„Það er eins og það dragi smátt og smátt úr innflæðinu. Ef það heldur áfram þá endar með því að þú lokar fyrir þetta flæði úr dýpra hólfinu inn í það grynnra. Þá ertu búinn að loka fyrir aðfærsluna á kviku inn í þetta kerfi sem er að gjósa. Þá stöðvast þetta. Mín tilfinning er að við sjáum í besta falli kannski eitt til tvö gos í viðbót og þá er þetta búið.“

Gosið hefði ekki átt að koma á óvart

Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni á milli Sýlingafells og Stóra Skógfells klukkan 23:14 þann 20. nóvember. Þetta er sjöunda gosið sem verður á svæðinu á árinu og það tíunda síðan tímabil eldsumbrota hófst á Reykjanesskaga í mars 2021.

Þorvaldur segir eldgosið svipað og gosin sem urðu á undan því. Aflið í því sé þó heldur minna en í þeim fyrri. „Að öðru leyti er þetta ósköp svipað munstur og hegðun og við höfum verið að sjá.“ 

„Mér finnst flest teikn hafa verið að benda í þá áttina að gos væri í vændum

Daginn áður en það fór að gjósa tilkynnti Veðurstofan að gögn hennar bentu til þess að ólíklegt væri að eldgos brytist út á Reykjanesskaga í nóvembermánuði. Þorvaldur segir það rétt að skjálftavirknin hafi verið í daufara lagi og fyrirvarinn því stuttur ef aðeins er litið til jarðskjálfta. „En ef við horfum á landrisið, það hafði eiginlega stöðvast og jafnvel farið að síga. Við sjáum á gögnunum að þessi viðsnúningur hafi byrjað fyrir nokkuð mörgum dögum síðan,“ segir hann.

Þorvaldur segir að þetta hafi bent til þess að það væri líklegt að flæða færi úr kvikuhólfinu. „Þannig að kvikan hefur verið komin af stað fyrir nokkru. Það hefði ekki átt að koma okkur á óvart að það kæmi gos núna. Mér finnst flest teikn hafa verið að benda í þá áttina að gos væri í vændum.“

Virknin gæti færst annað

Sem fyrr segir heldur Þorvaldur að þessi mikla eldvirkni muni ekki halda áfram uppteknum hætti mikið lengur. Hann telur að ef til vill gæti gosið á svipuðum stað aftur í vetur og jafnvel í vor líka. „Ef þetta gengur svo lengi.“ Hann segir að upp úr því ættu teikn um að virknin þarna sé að klárast að fara að koma í ljós. „En það er nóg kvika í þessu dýpra geymsluhólfi þannig að ef þetta stoppar þarna þá tekur bara eitthvað annað við.“

Hann segir það þó óljóst hvenær það gæti gerst. „Það gæti færst í Eldvörpin, Krýsuvíkina eða jafnvel út á Reykjanesið. Það þarf ekki að gerast um leið og þetta hættir. Það geta liðið einhverjir mánuðir, ár eða áratugir þangað til við fáum næstu hrinu á Reykjanesskaganum.“

Þó sé betra en ella að vera undirbúinn undir næstu atburði, hvenær sem þeir koma.

Þorvaldur segir að þegar eldvirknin hættir í Sundhnúkagígaröðinni megi búast við hléi þar í dágóðan tíma. „Hvort pásan verður tugir ára eða hundruð ára – jafnvel bara í 800 ár – er erfitt að segja til um. Ef við horfum á fyrri gostímabil hafa sumar gosreinar tekið sig upp aftur seinna á gostímabilinu, en þá eru kannski liðin svona 100–200 ár á milli. Ég held að ef þessi umbrot stoppa á Sundhnúkareininni þá fáum við pásu í dágóðan tíma. Allavega það langan að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því í okkar líftíma.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
5
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár