Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
Bræðurnir Mótmælt var fyrir utan skrifstofur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona á Granda.

Verkföll standa enn yfir meðal starfsmanna verksmiðju Bakkavarar í Spalding í Lincolnshire í Bretlandi. Verkfallsaðgerðir félagsmanna breska stéttarfélagsins Unite the Union hafa staðið yfir í tvo mánuði.

Fyrr í mánuðinum kom hópur á vegum stéttarfélagsins til landsins til þess að vekja athygli á kjaradeilunni með auglýsingaherferð sem margir hafa eflaust séð á flettiskiltum víðs vegar um borgina. Stéttarfélagið skipulagði einnig mótmæli í samstarfi við stéttarfélagið Eflingu sem fóru fram fyrir utan skrifstofur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona á Granda, en þeir eru meirihlutaeigendur Bakkavarar Group plc.

Þá sendi stéttarfélagið bræðrunum bréf þar sem óskað var eftir því að þeir beittu sér fyrir því að leysa úr kjaradeilunni og koma til móts við kröfur starfsfólksins um betri kjör og bættar vinnuaðstæður í verksmiðjunni. Talsmaður Unite the Union segir í samtali við Heimildina að bræðurnir hafi enn sem komið er ekki svarað erindi stéttarfélagsins.

Stéttarfélagið hefur einnig sent hóptil Austurríkis þar sem til stendur að beita annan hluthafa Bakkavör Group þrýstingi til þess að skerast í leikinn og beita sér fyrir því að samið verði um ásættanleg laun. Unite the Union hefur sagt að flestir starfsmenn verksmiðjunnar fái greitt um 11,54 pund á tímann, sem eru rúmlega tvö þúsund íslenskar krónur.

Höfnuðu tilboði Bakkavarar 

Kjaraviðræður hafa borið lítinn árangur enn sem komið er. Claire Peden, talsmaður Unite the Union, segir í samtali að félagsmenn hafi nýlega hafnað tilboði Bakkavarar með miklum meirihluta atkvæðagreiðslu.

Claire upplýsir að tilboð Bakkavarar hafi hljóðað upp á milli sex til 33 punda hækkun á vikulaunum starfsmanna. Sumir myndu því hækka í launum um rúmar 4.000 krónur á mánuði á meðan þeir sem fengju hæstu launahækkunina myndu fá um 23.000 króna hækkun á mánaðarlaunum sínum.

Þá bauð fyrirtækið öllu starfsfólki verksmiðjunnar 350 punda eingreiðslu til að greiða fyrir samningunum. Það eru rúmlega 61.300 íslenskar krónur.  

WantedAuglýsingaherferð stéttarfélagsins er ansi herská. Þar er tekið fram að bræðurnir raki inn milljónum með illa launuðu starfsfólki. Borgið okkur, er krafan.
Þrýsta á BakkavararbræðurStéttarfélagið Unite th Union hefur reynt að þrýsta á hluthafa matvælaframleiðslufyrirtækisins Bakkavör Group plc. til að beita sér í kjaradeilunni í Spalding í Bretalndi. Sendinefnd kom nýverið til landsins til ná athygli Lýðs og Ágústs Guðmundssona sem eiga meirihluta í fyrirtækinu.

Slitu viðræðum

Claire segir að eftir að félagsmenn höfnuðu tilboði Bakkavarar hafi fyrirtækið brugðist við með því að slíta kjaraviðræðunum við stéttarfélagið með vísan í bresk lög um kjaradeilur og hefjast handa við að hafa samband við starfsfólk verksmiðjunnar og leggja tilboð sitt fram við hvern og einn starfsmann verksmiðjunnar persónulega.

Stéttarfélagið hafi brugðist við þessu með því að tilkynna Bakkavör að félagið hafi endurnýjað kjaradeiluna. Claire segir að félagið muni efna til atkvæðagreiðslu um frekari verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla því sérstaklega að fyrirtækið hafi slitið kjaraviðræðunum.

„Þetta mun veita félagsfólki okkar lagalega vernd gegn því að vera sagt upp eftir 20. desember, þegar slík lagaleg vernd myndi öllu jöfnu renna út,“ segir Claire og bætir við að fjöldi þeirra sem taka þátt í verkfallsaðgerðum hafi aukist eftir þetta útspil Bakkavarar. Nú séu um 480 manns í verkfalli frá því í síðustu viku.

Ferja starfsfólk milli verksmiðja

Alls starfa 1.400 manns í verksmiðju Bakkavarar í Spalding og hefur því rúmlega þriðjungur starfsfólks verið í verkfalli undanfarna tvo mánuði. Verkfallið hefur valdið þó nokkru raski á starfsemi félagsins sem hefur komið fram í því að einstaka matvörur sem fyrirtækið framleiðir hafa horfið úr hillum í helstu matvöruverslunum víða um Bretland.

Skortur á grísku ídýfunni taramasalata hefur vakið mesta athygli þar í landi og hafa fjölmiðlar í Bretlandi fjallað mikið um þessa vöru, sem var um stund ófáanleg í verslunum á borð við Sainbury’s, Tesco’s, Marks & Spencer og Waitrose.

Í frétt sem birtist í breska tímaritinu the Financial Times er skorturinn rakinn til verkfallanna í Spalding. Í þeirri umfjöllun var haft eftir talsmanni Bakkavör Group að rofið í framleiðslu væri tímabundið og fyrirtækið hafi brugðist við trufluninni með því að virkja aðrar verksmiðjur fyrirtækisins vinna um framleiðsluslakann á einstaka vörum. Bakkavör rekur 20 verksmiðjur til viðbótar víðs vegar um Bretland og þar starfa samtals um 13.500 manns.

„Þau kjósa að standa straum af þessum kostnaði í stað þess að gefa félagsmönnum okkar verðskuldaðar launahækkanir“
Claire Peden, talsmaður Unite the Union

Claire segir að Bakkavör sé um þessar mundir að flytja starfsfólk frá verksmiðju sinni í bænum Tilmanstone til verksmiðjunnar í Spalding til að ganga í störf þeirra sem taka þátt í verkfallinu. Um er að ræða rúmlega 280 kílómetra ferðalag sem Claire segir að fyrirtækið niðurgreiði fyrir starfsfólkið frá Tilmanstone. Ásamt því leggi Bakkavör út fyrir gistingu starfsfólksins.

„Þau kjósa að standa straum af þessum kostnaði í stað þess að veita félagsmönnum okkar verðskuldaðar launahækkanir,“ segir Claire.   

Höfða til stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga

Claire segir í samtali að herferð stéttarfélagsins hér á landi sé hvergi nærri lokið og sendinefnd á vegum félagsins muni snúa aftur til landsins þangað til að það tekst að semja.

Í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér fyrr í vikunni segir að fulltrúar félagsins muni á næstu dögum funda með íslensku stjórnmálafólki.

Í orðsendingu sem vinnudeilusvið Unite the Union sendi frá sér ávarpar stéttarfélagið stjórnmálamenn á Íslandi og kallar eftir því að viðskipti ríkisins við Bakkavararbræður í gegnum fyrirtæki á borð við tæknifyrirtækið Origo, sem bræðurnir eiga hlut í, séu tekin til endurskoðunar í ljósi framgöngu þeirra gagnvart verkafólki í Englandi.

„Við viljum vekja íslenskt stjórnmálafólk til umhugsunar um hvort þau vilji stunda viðskipti við þessa menn og hvaða siðferðiskröfur sé eðlilegt að gera til aðila sem hljóta svo stóra samninga við ríkið.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár