Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin

Dag­björt Fjóla Haf­steins­dótt­ir fær sér tattú fyr­ir hvert áfall sem hún kemst yf­ir. „Stærsta áfall­ið var tví­mæla­laust þeg­ar ég fylgdi bróð­ur mín­um í gegn­um í líkn­ar­með­ferð.“

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin
Ísfirðingur Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir lítur fyrst og fremst á sig sem Ísfirðing þó hún hafi búið lengur í borginni en fyrir vestan. Hún tekst á við áföllin í lífinu með því að fá sér húðflúr sem minna hana á að hún hafi sigrast á áföllunum.

„Ég er Ísfirðingur. Ég er nú búin að búa lengur í Reykjavík en ég kalla mig enn þá Ísfirðing. Þau sem eru alin upp úti á landi eru öðruvísi en borgarbörnin sem eru vön að fá allt upp í hendurnar. Við þurftum að láta okkur nægja það sem var.

Ég er alin upp við að rafmagnið geti farið, engar birgðir koma, þú þarft að láta þér nægja að púsla eða dunda þér við eitthvað, það er ekki stanslaus afþreying. Ég get látið mér leiðast, látið hugann reika. Það virðist vera vandamál í dag að það er ekki hægt að láta sér leiðast. Ég á tvítugan son og ég hef tekið hann reglulega í „afnetun“ eins og ég kalla það. Það er fínt fyrsta daginn, annan daginn er þetta að koma en þriðji dagurinn er erfiður. Svo kemur það. Ef það er ekki stanslaust áreiti í gangi þá sefur hann betur. 

„Það var virkilega erfitt“

Ég hef gengið í gegnum nokkur áföll. Ég hef reynt að brjóta þau niður í skref og þegar ég er komin yfir áfallið þá hef ég vanið mig á að fá mér tattú. Þegar ég hef álitið að það hafi mótað mig fyrir lífstíð, þá hef ég fengið mér merki á sjálfa mig til að minna mig á það sem gerðist og að ég komst yfir það. Stærsta áfallið mitt var tvímælalaust þegar ég fylgdi bróður mínum í gegnum líknarmeðferð. Það var virkilega erfitt.

Svo eru ákveðnir þættir í lífi mínu sem hafa gert það að verkum að ég hef bara þurft að gjöra svo vel og þroskast. Ég hef þurft að standa fyrir því sem ég hef sagt og gert, standa fyrir framan fólk, viðurkenna mistök mín og bæta fyrir þau. Það er ákveðin reynsla. 

Ég fór í markþjálfun og hafði nú ákveðna skoðun á því fyrir fram, en þegar á reyndi fannst mér það akkúrat passa fyrir mig að brjóta þetta upp og hugsa: Hvað get ég gert, hvernig ætla ég að leysa þetta og hvað þarf ég til þess?

Við þurfum að njóta stundarinnar. Mér finnst það stundum vanta. Mér finnst mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum partur af samfélagi. Við erum ekki aðalnúmerið í lífi annarra. Við þurfum stundum að bakka og kyngja stoltinu fyrir samfélagið.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár