Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin

Dag­björt Fjóla Haf­steins­dótt­ir fær sér tattú fyr­ir hvert áfall sem hún kemst yf­ir. „Stærsta áfall­ið var tví­mæla­laust þeg­ar ég fylgdi bróð­ur mín­um í gegn­um í líkn­ar­með­ferð.“

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin
Ísfirðingur Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir lítur fyrst og fremst á sig sem Ísfirðing þó hún hafi búið lengur í borginni en fyrir vestan. Hún tekst á við áföllin í lífinu með því að fá sér húðflúr sem minna hana á að hún hafi sigrast á áföllunum.

„Ég er Ísfirðingur. Ég er nú búin að búa lengur í Reykjavík en ég kalla mig enn þá Ísfirðing. Þau sem eru alin upp úti á landi eru öðruvísi en borgarbörnin sem eru vön að fá allt upp í hendurnar. Við þurftum að láta okkur nægja það sem var.

Ég er alin upp við að rafmagnið geti farið, engar birgðir koma, þú þarft að láta þér nægja að púsla eða dunda þér við eitthvað, það er ekki stanslaus afþreying. Ég get látið mér leiðast, látið hugann reika. Það virðist vera vandamál í dag að það er ekki hægt að láta sér leiðast. Ég á tvítugan son og ég hef tekið hann reglulega í „afnetun“ eins og ég kalla það. Það er fínt fyrsta daginn, annan daginn er þetta að koma en þriðji dagurinn er erfiður. Svo kemur það. Ef það er ekki stanslaust áreiti í gangi þá sefur hann betur. 

„Það var virkilega erfitt“

Ég hef gengið í gegnum nokkur áföll. Ég hef reynt að brjóta þau niður í skref og þegar ég er komin yfir áfallið þá hef ég vanið mig á að fá mér tattú. Þegar ég hef álitið að það hafi mótað mig fyrir lífstíð, þá hef ég fengið mér merki á sjálfa mig til að minna mig á það sem gerðist og að ég komst yfir það. Stærsta áfallið mitt var tvímælalaust þegar ég fylgdi bróður mínum í gegnum líknarmeðferð. Það var virkilega erfitt.

Svo eru ákveðnir þættir í lífi mínu sem hafa gert það að verkum að ég hef bara þurft að gjöra svo vel og þroskast. Ég hef þurft að standa fyrir því sem ég hef sagt og gert, standa fyrir framan fólk, viðurkenna mistök mín og bæta fyrir þau. Það er ákveðin reynsla. 

Ég fór í markþjálfun og hafði nú ákveðna skoðun á því fyrir fram, en þegar á reyndi fannst mér það akkúrat passa fyrir mig að brjóta þetta upp og hugsa: Hvað get ég gert, hvernig ætla ég að leysa þetta og hvað þarf ég til þess?

Við þurfum að njóta stundarinnar. Mér finnst það stundum vanta. Mér finnst mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum partur af samfélagi. Við erum ekki aðalnúmerið í lífi annarra. Við þurfum stundum að bakka og kyngja stoltinu fyrir samfélagið.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár