Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin

Dag­björt Fjóla Haf­steins­dótt­ir fær sér tattú fyr­ir hvert áfall sem hún kemst yf­ir. „Stærsta áfall­ið var tví­mæla­laust þeg­ar ég fylgdi bróð­ur mín­um í gegn­um í líkn­ar­með­ferð.“

Fæ mér tattú til að komast yfir áföllin
Ísfirðingur Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir lítur fyrst og fremst á sig sem Ísfirðing þó hún hafi búið lengur í borginni en fyrir vestan. Hún tekst á við áföllin í lífinu með því að fá sér húðflúr sem minna hana á að hún hafi sigrast á áföllunum.

„Ég er Ísfirðingur. Ég er nú búin að búa lengur í Reykjavík en ég kalla mig enn þá Ísfirðing. Þau sem eru alin upp úti á landi eru öðruvísi en borgarbörnin sem eru vön að fá allt upp í hendurnar. Við þurftum að láta okkur nægja það sem var.

Ég er alin upp við að rafmagnið geti farið, engar birgðir koma, þú þarft að láta þér nægja að púsla eða dunda þér við eitthvað, það er ekki stanslaus afþreying. Ég get látið mér leiðast, látið hugann reika. Það virðist vera vandamál í dag að það er ekki hægt að láta sér leiðast. Ég á tvítugan son og ég hef tekið hann reglulega í „afnetun“ eins og ég kalla það. Það er fínt fyrsta daginn, annan daginn er þetta að koma en þriðji dagurinn er erfiður. Svo kemur það. Ef það er ekki stanslaust áreiti í gangi þá sefur hann betur. 

„Það var virkilega erfitt“

Ég hef gengið í gegnum nokkur áföll. Ég hef reynt að brjóta þau niður í skref og þegar ég er komin yfir áfallið þá hef ég vanið mig á að fá mér tattú. Þegar ég hef álitið að það hafi mótað mig fyrir lífstíð, þá hef ég fengið mér merki á sjálfa mig til að minna mig á það sem gerðist og að ég komst yfir það. Stærsta áfallið mitt var tvímælalaust þegar ég fylgdi bróður mínum í gegnum líknarmeðferð. Það var virkilega erfitt.

Svo eru ákveðnir þættir í lífi mínu sem hafa gert það að verkum að ég hef bara þurft að gjöra svo vel og þroskast. Ég hef þurft að standa fyrir því sem ég hef sagt og gert, standa fyrir framan fólk, viðurkenna mistök mín og bæta fyrir þau. Það er ákveðin reynsla. 

Ég fór í markþjálfun og hafði nú ákveðna skoðun á því fyrir fram, en þegar á reyndi fannst mér það akkúrat passa fyrir mig að brjóta þetta upp og hugsa: Hvað get ég gert, hvernig ætla ég að leysa þetta og hvað þarf ég til þess?

Við þurfum að njóta stundarinnar. Mér finnst það stundum vanta. Mér finnst mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum partur af samfélagi. Við erum ekki aðalnúmerið í lífi annarra. Við þurfum stundum að bakka og kyngja stoltinu fyrir samfélagið.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu