Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Streymi: Almar „í kassanum“ les upp úr nýrri bók

Alm­ar Steinn Atla­son varð þjóð­þekkt­ur ár­ið 2015 sem Alm­ar í kass­an­um eft­ir að hann dvaldi nak­inn í heila viku inni í gler­kassa í Lista­há­skól­an­um. Hann var að senda frá sér skáld­sög­una Mold er mold - Litla syst­ir mín fjölda­morð­ing­inn. Hér má horfa á beint streymi frá út­gáfu­hóf­inu en upp­lest­ur Alm­ars hefst upp úr klukk­an 18.

Almar les upp úr nýrri skáldsögu sinni sem kallast Mold er bara mold.

Almar Steinn Atlason, sem er landsmönnum að góðu kunnur vegna gjörninga sinna og málverka, hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögðu sem ber heitið Mold er bara mold. Almar varð þjóðþekktur árið 2015 sem Almar í kassanum eftir að hann dvaldi nakinn í heila viku inni í glerkassa í Listaháskólanum. 

Sameiginlegt útgáfuhóf Almars og Braga Páls Sigurðssonar er haldið í Tjarnarbíói og hófst síðdegis í dag, en nýjasta skáldsaga Braga Páls heitir Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. 

Um er að ræða afar framúrstefnulegt útgáfuhóf en þar mun hljómsveit Braga Páls, Dungeon Boyz, taka lagið, þá mun Bragi Páll lesa upp úr bók sinni og síðan tekur Almar við. Útgáfuhófð er hér í beinu streymi en upplestur Almars hefst um klukkan 18. 

Skáldsagan Mold er bara mold er í þremur bindum sem koma saman í kassa. Undirtitill verksins er Litla systir mín fjöldamorðinginn, og utan á kassanum er spurt: Er hægt að gerast fjöldamorðingi fyrir misskilning?

„Þetta er sagan af Beggu Sól, ævintýraleg hetjusaga í þremur hlutum um erfiðleika, ofbeldi, afleiðingar, sorgir og glórulaust klúður. Við fylgjum Beggu eftir í gegnum völundarhús skriffinnskuvélarinnar, myrkar dýflissur þeirra valdagráðugu og virðulegu og út í auðnir órablámans – handan þokunnar, réttlætisins og fjallanna. Misskilningurinn er sannarlega það besta sem gvuð hefur fært manninum. Án hans gætum við aldrei elskað hvert annað,“ segir í lýsingu á skáldsögunni.

Hlutarnir þrír kallast Með Venus í skriðdreka, Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti, og Frelsið er takmarkað.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    fer þvagpokinn ekki að verða fullur.?
    Ég bið afsökunar, ég sofnaði út frá þægilegum lestri Almars og vaknaði við hann.*

    Góðan og blessaðan daginn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár