Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Odee segir listaverkið hafa öðlast sögulegt gildi

Fall­ist hef­ur ver­ið á kröf­ur Sam­herja gegn lista­mann­in­um Odee Frið­riks­syni fyr­ir bresk­um dóm­stól­um. Lista­mað­ur­inn seg­ir verk­ið „We're Sorry“ hvergi hætt, það sé enn lif­andi í sam­fé­lags­legri um­ræðu.

Odee segir listaverkið hafa öðlast sögulegt gildi
Myndlistarmaður Odee Friðriksson fyrir framan afsökunarbeiðnina sem hann setti fram í nafni Samherja. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég hef verið alveg rólegur og þetta er ekkert sem ég bjóst ekki við, þannig séð. Tilgangur listaverksins er ekki að vera löglegt eða ólöglegt heldur að setja kastljós á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gjörðir Samherja í Namibíu.“

Þetta segir myndlistarmaðurinn Odee Friðriksson í samtali við Heimildina. Í gær var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn honum vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins í lokaverki hans úr BA-námi við Listaháskóla Íslands.

Fallist á kröfur Samherja

Verkið „We're Sorry“, sem er samkvæmt Odee hugmynda- og gjörningalistaverk, fólst meðal annars í því að senda afsökunarbeiðni til Namibíu í nafni Samherja á helstu fjölmiðla heims – sem og að koma á fót vefsíðu þar sem einnig var beðist afsökunar á framgöngu fyrirtækisins. 

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Odee hafi verið þetta óheimilt. 

„Í dómsforsendum er því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár