Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa talið rétt að koma í veg fyrir óþarfa tortryggni um ákvarðanir í hvalveiðimálum með því að beina því til ráðuneytisstjóra þann 7. nóvember síðastliðinn að Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, kæmi ekki að vinnu við hvalveiðiumsóknir eða afgreiðslu þeirra.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna við fyrirspurn Heimildarinnar.
Eins og Heimildin hefur greint frá fóru leynilegar upptökur í dreifingu 7. nóvember síðastliðinn, sama dag og Bjarni bað um að Jón kæmi ekki að ákvörðunum um hvalveiðar.
Á upptökunum lýsir Gunnar Bergmann, sonur og viðskiptafélagi Jóns, því með nokkurri nákvæmni að Jón hafi þegið 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að komast í stöðu til að vinna að hvalveiðiumsókninni.
„Jón Gunnarsson hefur lögum samkvæmt engar heimildir til að taka ákvarðanir …
Athugasemdir