Fullgild spurning hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið dýrkeypt

Formað­ur Vinstri grænna seg­ir ótíma­bært að ræða fram­tíð henn­ar í stjórn­mál­um. „Ef ég væri Dani myndi ég segja Den tid, den sorg,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir í ít­ar­legu við­tali við Heim­ild­ina.

Fullgild spurning hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið dýrkeypt
Leiðtogi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er að leiða flokkinn í kosningabaráttu í fyrsta sinn. Staðan er gjörbreytt frá síðustu kosningum, flokkurinn mælist varla inni á þingi samkvæmt skoðanakönnunum, en Svandís er bjartsýn. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það fullgilda spurningu hvort það hafi verið of dýri verði keypt að vera í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum síðustu sjö ár. Á sama tíma er hún þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu, þótt það hafi endað með þessum hætti. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðtali við Svandísi í nýjasta tölublaði Heimildarinnar þar sem hún fer yfir aðdragandann að stjórnarslitunum í haust og ræðir áherslur Vinstri grænna í kosningabaráttunni og verkefnið fram undan: Að komast inn á þig. 

Svandís segir krafta Vinstri grænna vel nýtta við ríkisstjórnarborðið. „Við eigum flokka á Norðurlöndunum, til að mynda Enhedslisten í Danmörku, sem hefur tekið ákvörðun um það að taka ekki þátt í ríkisstjórn. Þau líta svo á að þau leggi meira af mörkum með því að vera í stjórnarandstöðu. Alltaf. Það hefur aldrei verið okkar niðurstaða. Við höfum alltaf litið svo á að það væri betra fyrir allar ríkisstjórnir að hafa VG innanborðs. Ég er enn þá sannfærð um að svo sé. Hins vegar þá sér maður þegar maður horfir til baka, að ákvörðun um að vera í ríkisstjórnarsamstarfi af þessu tagi og freista þess að fara í annað kjörtímabil, vegna þess að við fengum til þess mjög sterkt umboð, að það var afdrifaríkt. Það er fullgild spurning hvort það hafi verið of dýru verði keypt.“ 

„Við höfum alltaf litið svo á að það væri betra fyrir allar ríkisstjórnir að hafa VG innanborðs. Ég er enn þá sannfærð um að svo sé.“

Verði það niðurstaðan 30. nóvember að Vinstri græn fá ekki þingmann kjörinn verður það í fyrsta sinn frá stofnun flokksins sem hann á ekki fulltrúa á Alþingi. Aðspurð hvaða áhrif það muni hafa á framtíð Svandísar í stjórnmálum segir hún það ótímabæra spurningu. „Við erum í kosningabaráttu til að ná árangri. Ef ég væri Dani myndi ég segja Den tid, den sorg. En sjáum til, sjáum til. Ég hef trú á því að við náum okkar markmiðum.“

Hér má lesa, og hlusta, á viðtalið við Svandísi í heild sinni. 


Leiðtogar flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Leiðtogaviðtölin verða birt í næstu blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar þar sem einnig verður hægt að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
5
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár