Áður en Halldór hófst handa við skáldsöguna skrifaði hann handrit að myndinni sem hann kallaði Salka Valka orA Woman In Pants. Um þetta fjallar Halldór Guðmundsson í formála að útgáfu handritsins í Tímariti Máls og menningar árið 2004. Þar vitnar hann meðal annars í bréf frá höfundinum til konu sinnar, Ingu Laxness, þar sem hann segir frá væntingum sínum til verkefnisins. Hann hafði fengið vilyrði frá frægu framleiðslufyrirtæki, Metro-Goldwyn-Mayer, um að myndina skyldi taka upp á Íslandi og engin önnur en Greta Garbo færi með aðalhlutverkið. Það varð þó ekkert úr þessu ævintýri og Halldór fékk sig fullsaddan af seinaganginum í Hollywood. Hann ákvað að einbeita sér að bókaskrifum: „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“ segir nafni hans Guðmundsson um þau örlög.
Ingmar Bergman vildi kvikmynda Sjálfstætt fólk
Svíar hafa lengi haft áhuga á íslenkri bókmenntahefð og kvikmyndagerð. Hrafninn flýgur (1984), mynd Hrafns Gunnlaugssonar, var sérstaklega vinsæl þar …
Athugasemdir