Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Salka Valka í Bíó Paradís „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“

,,Kvik­mynd­in Salka Valka verð­ur sýnd í Bíó Para­dís 9. des­em­ber kl. 15:00. Upp­runa­lega hafði Hall­dór Lax­ness í hyggju að sag­an af Sölku Völku, sem kom út í tveim­ur hlut­um 1931–32, yrði gerð að Hollywood-kvik­mynd,‘‘ skrif­ar Flóki Lar­sen, sem ræð­ir um mynd­ina við Gunn­ar Tóm­as Kristó­fers­son, sér­fræð­ing rann­sókna á Kvik­mynda­safn­inu.

Salka Valka í Bíó Paradís „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“
Gunnar Tómas ,,Það var ákveðinn sigur að fá þetta kvikmyndað af alvöru liði, þetta eru engir aukvisar, það var rosalegt að fá þá.“ Mynd: Golli

Áður en Halldór hófst handa við skáldsöguna skrifaði hann handrit að myndinni sem hann kallaði Salka Valka orA Woman In Pants. Um þetta fjallar Halldór Guðmundsson í formála að útgáfu handritsins í Tímariti Máls og menningar árið 2004. Þar vitnar hann meðal annars í bréf frá höfundinum til konu sinnar, Ingu Laxness, þar sem hann segir frá væntingum sínum til verkefnisins. Hann hafði fengið vilyrði frá frægu framleiðslufyrirtæki, Metro-Goldwyn-Mayer, um að myndina skyldi taka upp á Íslandi og engin önnur en Greta Garbo færi með aðalhlutverkið. Það varð þó ekkert úr þessu ævintýri og Halldór fékk sig fullsaddan af seinaganginum í Hollywood. Hann ákvað að einbeita sér að bókaskrifum: „Ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bókmennta“ segir nafni hans Guðmundsson um þau örlög.

Ingmar Bergman vildi kvikmynda Sjálfstætt fólk

Svíar hafa lengi haft áhuga á íslenkri bókmenntahefð og kvikmyndagerð. Hrafninn flýgur (1984), mynd Hrafns Gunnlaugssonar, var sérstaklega vinsæl þar …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár