Langflestir kjósendur telja heilbrigðismál, efnahagsmál og húsnæðismál brýnustu málefnin fyrir komandi kosningar og þau sem stjórnmálamenn ættu að setja í forgang á næstunni.
Alls setja á bilinu 61-69 prósent landsmanna þessa þrjá málaflokka á meðal þeirra fimm sem skipta mestu máli, samkvæmt niðurstöðum úr þjóðarpúlsi Gallup, en um er að ræða netkönnun sem framkvæmd var dagana 21. október til 4. nóvember.
Í næsta flokki fyrir neðan, ef svo má segja, eru menntamál, samgöngumál, innflytjendamál og málefni eldri borgara en 30-36 prósent landsmanna setja þessa málaflokka á meðal þeirra fimm mikilvægustu.
Þar á eftir koma umhverfis- og loftslagsmál, en 20 prósent telja þau á meðal mikilvægustu málefna og í kjölfarið koma málefni flóttafólks, málefni ungs fólks, orkumál og löggæslumál, sem 17 til 18 prósent landsmanna telja mikilvægustu málefnin í aðdraganda kosninga.
Skörp skil í innflytjendamálum
Gallup sendi frá sér niðurbrot á niðurstöðum könnunarinnar, þar sem meðal annars er …
Athugasemdir