Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, seg­ir að efla þurfi sam­keppni – enda geti hún ver­ið meira virði en lífs­kjara­samn­inn­g­ar. Hann seg­ir að verka­lýðs­hreyf­ing­in hafi ekki sýnt sam­keppni nægi­leg­an áhuga.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

„Ég ætla bara að skamma mitt bakland, verkalýðshreyfinguna. Mér finnst verkalýðshreyfingin ekki hafa sýnt samkeppni nógu mikinn áhuga. Því samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en einhver lífskjarasamningur. Það vantar þetta tal um samkeppnismálin.“

Þetta sagði Vilhjálmur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, í nýjasta þætti Pressu á föstudag. Hann var þangað kominn ásamt Benedikt S. Benediktssyni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, til að ræða um matvöruverð og íslenskan matvörumarkað.

Skaðlegt að gengisfella SKE

Vilhjálmur segir að það sé ekki annað hægt en að draga aðra ályktun en að núverandi stjórnvöld hafi markvisst veikt Samkeppniseftirlitið (SKE), hvort sem það væri með ráðum gert eða ekki. 

„Ég vona að fólk hafi það í huga þegar það kýs núna. Hvort stjórnmálaflokkar hafi yfirleitt áhuga á samkeppni og hvað hún þýðir,“ segir hann. Búið sé að gengisfella og tala gegn orðspori SKE, sem sé mjög skaðlegt. 

Benedikt tók undir þetta. „Ef pólitíkin er tilbúin að ræða samkeppni þá er það bara af hinu góða. Það sem ég veit að minn geiri hefur mikið kallað á er öflugri leiðbeiningagjöf frá SKE.“

Tilkoma Prís hafði áhrif á matarverðbólguna

Hvað við kemur Prís, lágvöruverslun í Kópavogi sem opnaði í sumar, segir Benedikt að það sé mjög hollt fyrir markaðinn að fá nýja aðila inn með nyjar áherslur. Aukin samkeppni sé öllum til hagsbóta.

Vilhjálmur segir að sér þyki stórkostlega merkilegt að um leið og Prís hafi opnað hafi matarverðbólgan staðnað. „Við sjáum að þarna er ein búð sem í rauninni getur ekki keppt svo mikið því hún er á einum stað og svo framvegis. En hún hefur samt þessi marginal áhrif á vöruverð.“

Hann segir að passa þurfi þó að mála ekki upp of dökka sviðsmynd. „Jú, matvælaverð er hérna 40% hærra hérna  en að meðaltali í Evrópulöndunum. Það er ýmislegt sem er dýrara. Þetta er ekki súperhagnaður [hjá matvöruverslunum] en það getur líka verið afleiðing af því að markaðurinn er bara fastur í meðalmennskunni vegna þess að samkeppni er ekki til staðar.“ 

Ef til vill mætti endurhugsa kerfið sem til staðar sé. „Af  hverju er þessi virðiskeðja til staðar? Álagning frá heildsölunum og smálsölum. Kerfið er ekkert sérstaklega þróað eða fágað,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að verslunin hljóti að leita allra leiða til að kippa milliliðunum út. „Prís er búið að takast það að mestu, hin hafa ekki gert það.“

Horfa má á nýjasta þátt af Pressu í heild sinni hér að neðan:

 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu