„Í mínu hlutverki upplifi ég svakalega pressu frá mínu baklandi. Fólk er orðið mjög óþolinmótt. Mörgum fannst að við hefðum átt að fara töluvert fyrr af stað með boðun verkfalla – en við höfum trú á vinnunni sem við erum að vinna með sáttasemjara.“
Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Hún stendur nú í samningsviðræðum við íslenska ríkið fyrir hönd stéttar sinnar, en læknar hafa verið án kjarasamninga frá 1. apríl.
„Kom okkur í opna skjöldu“
Fundað er hjá ríkissáttasemjara daglega. „Þetta eru flóknar viðræður og margt sem er á borðinu. En menn eru að gera sitt besta beggja vegna til þess að vinna eins hratt og þeir geta. Við viljum auðvitað ekki enda í verkföllum,“ segir Steinunn.
Í gær var ákveðið að allir vinnustaðir lækna muni fara í vikulegar verkfallsaðgerðir frá 25. nóvember. Hlé verður tekið 20. desember til 5. janúar en aðgerðirnar munu þá hefjast aftur. Rúm …
Athugasemdir