Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ferðasaga bernskunnar

„Þessi fjöl­skylda er í raun heill sagna­heim­ur í ís­lensk­um bók­mennt­um; öll virð­ast þau sískrif­andi og mæðg­urn­ar Jó­hanna og Elísa­bet hafa báð­ar skrif­að ótal ævi­sögu­lega texta og Jó­hanna, Hrafn og hálf­syst­ir­in Unn­ur skrif­að mik­ið af ferða­sög­um og -ljóð­um,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son sem rýn­ir í bók­ina Lím­on­aði frá Díaf­ani.

Ferðasaga bernskunnar
Lím­on­aði frá Díaf­ani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Bók

Lím­on­aði frá Díaf­ani

Höfundur Elísabet Jökulsdóttir
JPV útgáfa
91 blaðsíða
Gefðu umsögn

Við fáum far með Gullfossi til Kaupmannahafnar og þaðan til Grikklands, þar sem við byrjum og endum í Aþenu, en eyðum þó lengstum tíma á grísku eyjunum við Tyrklandsstrendur, Rhodos og Karpathos, en á þeirri síðarnefndu má finna þorpið Díafani.

Þangað koma hjónin Jökull Jakobsson og Jóhanna Kristjónsdóttir ásamt börnunum Elísabetu (8 ára), Illuga (6 ára) og Hrafni (1 árs) til að bjarga hjónabandinu, án árangurs. En þessi fjölskylda er í raun heill sagnaheimur í íslenskum bókmenntum; öll virðast þau sískrifandi og mæðgurnar Jóhanna og Elísabet hafa báðar skrifað ótal ævisögulega texta og Jóhanna, Hrafn og hálfsystirin Unnur skrifað mikið af ferðasögum og -ljóðum – og þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga.

Elísabet notar hér sitt bernskusjálf, Ellu Stínu, og heimsækir hér minningar og tilfinningar aftur, sem og þennan sagnaheim, þar eru ákveðin leiðarstef sem koma ítrekað upp. Síðustu tvær bækur hennar, Aprílsólarkuldi og Saknaðarilmur, hafa verið ákveðið uppgjör við foreldrana og hér er það vissulega undirliggjandi, sérstaklega gagnvart föðurnum – en er þó ekki aðalatriði, þau eru einfaldlega draugar sem alltaf fylgja, jafnvel bókstaflega eins og í einni kostulegustu senu bókarinnar þar sem í miðju samtali er flogið hálfa öld fram í tímann.

„Pabbi, segi ég fimmtíu árum seinna.

Hvað, segir hann uppúr gröfinni.“

„Þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga
Ásgeir H. Ingólfsson

Síðustu sólarminningarnar

Það er aðeins flakkað á milli tímaskeiða og í lokin heimsækir 28 ára Elísabet þessar minningar á ný í öðru ferðalagi – en langmest er þó dvalið á árinu 1966, þessum gimstein eins og hún kallar þessa ferð – enda fylgdi skilnaðurinn í kjölfarið og því eru þetta líklega síðustu sólarminningarnar sem börnin eiga af sameinaðri fjölskyldu. Þótt vissulega skynji þau þarna að hjónabandið standi á brauðfótum.

Þetta er samt öðru fremur svipmynd af Grikklandi – og kallast þar á við Dagbók frá Diafani eftir Jökul. Það er birtur kafli úr henni um gönguferð þeirra feðgina, sem telur fjórar og hálfa blaðsíðu. Í kjölfarið bætir Ella Stína við: „Ég man göngutúrinn öðruvísi, skottaðist á eftir pabba með trjágrein í hendinni og man eftir manninum með plóginn.“

Nú hef ég vitaskuld ekki hugmynd um hvort þeirra er áreiðanlegri sögumaður, og þetta er skemmtileg klausa – en afhjúpar þó ákveðinn lykilveikleika bókarinnar – þetta er ferðasaga sem fylgir ákveðin móða bernskuminninga, mögulega innbyggður galli þess að skrifa bernskuminningar án þess að skálda að ráði.

Þessi stutta nóvella er á margan hátt eins og stuttur kafli úr lengri bernskusögu, þar sem ferðalög innanlands fléttast inn í, og líka upprifjun á veröld sem var, þegar svona ferðalög voru miklu sjaldgæfari.

Heillandi minningarleiftur

En verandi stakt verk hefði maður viljað fá fyllri mynd af Grikklandi, hvernig sem það hefði verið útfært, hér birtast okkur aðeins leiftur, persónur sem koma og fara og gleymast – eins og þau sjálf raunar, eins og hún kemst að raun um þegar hún heimsækir þorpið aftur löngu seinna. Heil stjórnarbylting fær ekki nema eitt paragraf og maður saknar dálítið forvitni góðs ferðasöguhöfundar.

Að því sögðu er þetta falleg frásögn og þau minningarleiftur sem hér birtast frá Grikklandi heillandi. Stærsti kostur bókarinnar eru svo ljósmyndirnar – flestar úr einkasafni – og mann langaði að vita hver hélt á myndavélinni, af því þetta eru gullfallegar og oft launfyndnar ljósmyndir sem virkilega færa mann rúma hálfa öld aftur í tímann.


Í hnotskurn: Þessi ferðasaga fjölskyldu til Grikklands og um leið aftur í fortíðina er falleg saga með frábærum ljósmyndum, sem er þó hjúpuð óþarflega mikilli móðu fölnaðra bernskuminninga.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár