Í þorpi fyrir austan leika tveir strákar sér í leikjum þar sem ímyndunaraflið ræður öllu, dreymir um heiminn handan heimsins – alveg þangað til sá heimur birtist í risastórum gagnaleka sem setur allt líf þeirra úr skorðum.
Breiðþotur er „hvað ef?“-saga úr hliðarvídd, úr heimi sem fór út af sporinu upp úr aldamótum – en á annan hátt en okkar heimur. Ítrekaðir risavaxnir gagnalekar á um áratugafresti leiða til sífellt óstöðugri veraldar, sem speglar þó sannarlega okkar heim – fyrsti gagnalekinn á sér stað í kringum árásirnar á Tvíburaturnana, sá næsti speglar bankahrunið og sá þriðji kófið – og undir öllu marar uppgangur popúlismans og hvernig internetið gerbreytir veröldinni.
Leyndarmál okkar á internetinu
Netið er á sinn hátt lykilpersóna í bókinni, við sjáum börn alast upp í heimi þar sem allt má finna með einum músarsmelli, til dæmis raunverulegar aftökur: „Blóðið var ekki tómatsósa. Það ískraði og sargaði í hnífi …
Athugasemdir