Fíasól í logandi vandræðum er áttunda bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur í bókaröðinni um ævintýri Fíusólar: sjálfstæðrar, hressrar og hæfilega ósvífinnar stúlku sem hægt væri að segja að væri hin íslenska útgáfa af Lottu eða Betu úr bókum Astrid Lindgren. Halldór Baldursson myndskreytir bókina á sinn húmoríska hátt rétt eins og fyrri bækurnar sjö.
Ætla má að nýleg uppsetning Borgarleikhússins á ævintýrum Fíusólar spili inn í endurkomu Fíusólar í bókaflóðinu og höfundur skrifi nú fyrir nýja kynslóð sem kynntist Fíusól í leikhúsinu, vísað er í lög úr sýningunni í bókinni, auk þess sem texti Braga Valdimars við lagið Elsku heimur úr sýningu Borgarleikhússins er á fyrstu síðu bókarinnar, skemmtilegar vísanir sem ramma inn stöðu Fíusólar sem nú ódauðlegrar persónu í íslenskum barnabókmenntum.
Innsýn í veruleika skilnaðarbarna
Nýjasta bókin um Fíusól gerist eins og þær fyrri í samfélagi sem er ansi svipað samtíma Reykvíkinga: Fíasól býr í Grasabæ og gengur í …
Athugasemdir