Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ranglætið sker í hjartað

„Upp­lif­un Auri­ar af ís­lensk­um ras­isma hrær­ir sömu­leið­is upp í manni og það má heita magn­að að hún, sem og ann­að fólk í henn­ar stöðu, hafi náð að standa af sér slíka for­dóma og hei­mótt­ar­skap,“ skrif­ar Salka Guð­munds­dótt­ir.

Ranglætið sker í hjartað
Bók

Ég skal hjálpa þér – saga Auri­ar

Höfundur Herdís Magnea Hübner
Forlagið – Vaka-Helgafell
244 blaðsíður
Gefðu umsögn

Sumt fólk fetar ævintýralegri slóðir í lífinu en meðalmanneskjan og það má sannarlega segja um Auri Hinriksson. Lífshlaup hennar, sem Herdís Magnea Hübner skrásetur í bókinni Ég skal hjálpa þér, hefur einkennst af víðförli, kynnum af ólíkum menningarheimum og miklum andstæðum. Auri ólst upp á virðulegu heimili á Srí Lanka, bráðskörp og fylgin sér, og starfaði þar hjá alþjóðastofnun þegar hún kynntist Íslendingnum Þóri Hinrikssyni. Það reyndust heldur en ekki afdrifarík kynni. Auri og Þórir ákváðu að rugla saman reytum, þrátt fyrir mikla andstöðu af hálfu fjölskyldu Auriar, og ásamt syninum Shiran áttu þau eftir að búa á jafnólíkum stöðum og á Indlandi, í Íran, í Barein, á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Á seinni árum hefur nafn Auriar iðulega heyrst í tengslum við ótrúlegt starf hennar í þágu uppkominna, ættleiddra barna sem leita uppruna síns, en því hugsjónastarfi hefur hún sinnt við krefjandi og jafnvel hættulegar aðstæður. …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár