Sallafínn krimmi

Salka Guð­munds­dótt­ir hæl­ir plott­inu í bók­inni Kvöld­ið sem hún hvarf eft­ir Evu Björgu Æg­is­dótt­ur og seg­ir bók­ina vera eina sterk­ustu bók höf­und­ar til þessa. „Höf­und­ur­inn hef­ur vel of­an af fyr­ir les­and­an­um og ber á borð spenn­andi af­þrey­ingu,“ skrif­ar hún.

Sallafínn krimmi
Rihöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir.
Bók

Kvöld­ið sem hún hvarf

Höfundur Eva Björg Ægisdóttir
Bjartur & Veröld
368 blaðsíður
Gefðu umsögn

Eva Björg Ægisdóttir kom fram á ritvöllinn fyrir sex árum síðan sem sigurvegari glæpasagnakeppninnar Svartfuglsins og hefur ekki slegið slöku við síðan. Bækur hennar hafa notið vinsælda hér á landi og einnig komið út erlendis og hlotið góðar viðtökur. Kvöldið sem hún hvarf er sjöunda bók Evu og þar fylgist lesandinn með rannsókn, forsögu og eftirmálum einkennilegs beinafundar við sveitabæ í Hvalfirði.

Lögreglukonan Elma fer með rannsókn málsins ásamt kollegum sínum á Akranesi en Elma er lesendum Evu Bjargar að góðu kunn úr eldri bókum. Sjónarhorn sögunnar einskorðast þó ekki við Elmu heldur hverfist sagan ekki síður um Karítas, unga móður sem er nýflutt upp á Skaga eftir sviptingar í fjölskyldunni, og nágrannann Kristófer, ungan pilt af efnuðu heimili. Karítas kemur ný inn í lítið samfélag þar sem hún þekkir ekki til og bæði Kristófer og aldraði leigusalinn Baldvin verða örlagavaldar í tilveru hennar. Ég hef áður lesið nokkrar af …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár