Eva Björg Ægisdóttir kom fram á ritvöllinn fyrir sex árum síðan sem sigurvegari glæpasagnakeppninnar Svartfuglsins og hefur ekki slegið slöku við síðan. Bækur hennar hafa notið vinsælda hér á landi og einnig komið út erlendis og hlotið góðar viðtökur. Kvöldið sem hún hvarf er sjöunda bók Evu og þar fylgist lesandinn með rannsókn, forsögu og eftirmálum einkennilegs beinafundar við sveitabæ í Hvalfirði.
Lögreglukonan Elma fer með rannsókn málsins ásamt kollegum sínum á Akranesi en Elma er lesendum Evu Bjargar að góðu kunn úr eldri bókum. Sjónarhorn sögunnar einskorðast þó ekki við Elmu heldur hverfist sagan ekki síður um Karítas, unga móður sem er nýflutt upp á Skaga eftir sviptingar í fjölskyldunni, og nágrannann Kristófer, ungan pilt af efnuðu heimili. Karítas kemur ný inn í lítið samfélag þar sem hún þekkir ekki til og bæði Kristófer og aldraði leigusalinn Baldvin verða örlagavaldar í tilveru hennar. Ég hef áður lesið nokkrar af …
Athugasemdir