Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Sigur Trump í höfn
Sigurreifur Trump Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída þar sem hann fagnaði endurkomu sigrinum og boðaði innreið nýrra tíma í bandarískum stjórnmálum. Mynd: /AFP

Donald J. Trump verður sennilega næsti forseti Bandaríkjanna. Eftir að hafa tryggt sér kjörmenn frá sveifluríkinu Pennsylvaníu er talið líklegt að Trump verði lýstur sigurvegari. Sem stendur hefur Trump nú þegar tryggt sér 267 kjörmenn á meðan Kamala Harris stendur með 224 kjörmenn.

Frambjóðendur þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn til þessa að sigra kosningarnar og því ljóst að það er á brattann að sækja fyrir Harris að vinna upp þennan mismun.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óskar Trump til hamingju með sigurinn í færslu á X þar sem hann segist hlakka til að vinna með Trump og stjórn hans og styrkja „langvarandi samband okkar sem vini og bandamenn“.

Enn er verið að telja atkvæði og niðurstöður frá ríkjum á borð við Wisconsin, Michigan, Arizona, Alaska, Maine og Nevada liggja enn ekki endanlega eftir að gefa út lokatölur. Trump mælist með forskot í flestum þessara ríkja enn sem komið er fyrir utan Maine.

Til að mynda á enn eftir að telja um 45 prósent greiddra atkvæða í Arizona en þar mælist Trump með rúmlega tveggja prósenta forskot. Trump þarf þó aðeins að vinna Alaska til þess að innsigla sigurinn. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa 73 prósent atkvæða verið talin í Alaska og Trump leiðir með 15 prósenta forskoti á Harris.

Fox News lýsir Trump sigurvegara 

Flestar fréttaveitur vestanhafs lýsa því að Trump sé á barmi þess að sigra kosningarnar eftir að hafa unnið lykilsveifluríki sem kosningarnar snerust að miklu leyti um. Flestir miðlar hafa þó beðið með að lýsa því formlega yfir að Trump sé sigurvegari kosninganna.

Fyrir utan Fox News sem lýstu yfir sigri Trumps skömmu eftir að lokatölur frá Pennsylvaníu voru gerðar opinberar og sýndu hann 2,5 prósent forskot. Ásamt því að missa Pennsylvaníu þá tókst forsetaefni Demókrataflokksins ekki að endurtaka leikinn frá síðustu forsetakosningum og tryggja sér kjörmenn frá Georgíu.

Í ræðu sem Trump hélt fyrir stuðningsfólk sitt í West Palm Beach í Flórída lýsti hann yfir sigri og boðaði landsmönnum nýja tíma þar sem hann myndi berjast fyrir því að gera Bandaríkin frábær og máttug á nýjan leik.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Manni detta helst í hug orð Sir Edward Grey árið 1914. Eftir minni þá hljómuðu þau svo " Ljósin eru að slokkna og það er óvíst að við sjáum þau aftur kveikt á okkar tíð".
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2024

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Íslendingar í Bandaríkjunum fylgjast spenntir með kosningunum
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Ís­lend­ing­ar í Banda­ríkj­un­um fylgj­ast spennt­ir með kosn­ing­un­um

Banda­ríkja­menn kjósa sér for­seta í dag. Heim­ild­in náði tali af tveim­ur Ís­lend­ing­um sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um. Báð­ir við­mæl­end­ur töldu lík­legt að Harris færi með sig­ur en mik­il óvissa rík­ir um úr­slit kosn­ing­anna og sig­ur­mögu­leika fram­bjóð­end­anna. Skoð­anakann­an­ir benda flest­ar til þess að af­ar mjótt sé á mun­in­um milli Harris og Trump.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár