Sigur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Sigur Trump í höfn
Sigurreifur Trump Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída þar sem hann fagnaði endurkomu sigrinum og boðaði innreið nýrra tíma í bandarískum stjórnmálum. Mynd: /AFP

Donald J. Trump verður sennilega næsti forseti Bandaríkjanna. Eftir að hafa tryggt sér kjörmenn frá sveifluríkinu Pennsylvaníu er talið líklegt að Trump verði lýstur sigurvegari. Sem stendur hefur Trump nú þegar tryggt sér 267 kjörmenn á meðan Kamala Harris stendur með 224 kjörmenn.

Frambjóðendur þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn til þessa að sigra kosningarnar og því ljóst að það er á brattann að sækja fyrir Harris að vinna upp þennan mismun.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óskar Trump til hamingju með sigurinn í færslu á X þar sem hann segist hlakka til að vinna með Trump og stjórn hans og styrkja „langvarandi samband okkar sem vini og bandamenn“.

Enn er verið að telja atkvæði og niðurstöður frá ríkjum á borð við Wisconsin, Michigan, Arizona, Alaska, Maine og Nevada liggja enn ekki endanlega eftir að gefa út lokatölur. Trump mælist með forskot í flestum þessara ríkja enn sem komið er fyrir utan Maine.

Til að mynda á enn eftir að telja um 45 prósent greiddra atkvæða í Arizona en þar mælist Trump með rúmlega tveggja prósenta forskot. Trump þarf þó aðeins að vinna Alaska til þess að innsigla sigurinn. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa 73 prósent atkvæða verið talin í Alaska og Trump leiðir með 15 prósenta forskoti á Harris.

Fox News lýsir Trump sigurvegara 

Flestar fréttaveitur vestanhafs lýsa því að Trump sé á barmi þess að sigra kosningarnar eftir að hafa unnið lykilsveifluríki sem kosningarnar snerust að miklu leyti um. Flestir miðlar hafa þó beðið með að lýsa því formlega yfir að Trump sé sigurvegari kosninganna.

Fyrir utan Fox News sem lýstu yfir sigri Trumps skömmu eftir að lokatölur frá Pennsylvaníu voru gerðar opinberar og sýndu hann 2,5 prósent forskot. Ásamt því að missa Pennsylvaníu þá tókst forsetaefni Demókrataflokksins ekki að endurtaka leikinn frá síðustu forsetakosningum og tryggja sér kjörmenn frá Georgíu.

Í ræðu sem Trump hélt fyrir stuðningsfólk sitt í West Palm Beach í Flórída lýsti hann yfir sigri og boðaði landsmönnum nýja tíma þar sem hann myndi berjast fyrir því að gera Bandaríkin frábær og máttug á nýjan leik.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Manni detta helst í hug orð Sir Edward Grey árið 1914. Eftir minni þá hljómuðu þau svo " Ljósin eru að slokkna og það er óvíst að við sjáum þau aftur kveikt á okkar tíð".
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2024

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Íslendingar í Bandaríkjunum fylgjast spenntir með kosningunum
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Ís­lend­ing­ar í Banda­ríkj­un­um fylgj­ast spennt­ir með kosn­ing­un­um

Banda­ríkja­menn kjósa sér for­seta í dag. Heim­ild­in náði tali af tveim­ur Ís­lend­ing­um sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um. Báð­ir við­mæl­end­ur töldu lík­legt að Harris færi með sig­ur en mik­il óvissa rík­ir um úr­slit kosn­ing­anna og sig­ur­mögu­leika fram­bjóð­end­anna. Skoð­anakann­an­ir benda flest­ar til þess að af­ar mjótt sé á mun­in­um milli Harris og Trump.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár