Georg Lúðvíksson, sem hefur unnið við heimilisfjármál og fjármálaráðgjöf um árabil og er meðal annars stofnandi Meniga og í stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs, hvetur alla til að vera opnir og ræða um heimilisfjármálin sem hann segir að sé of mikið tabú í samfélaginu. Hann segir að fjármál þurfi allir að höndla, hvort sem þeir eigi mikið eða lítið af peningum, og að hægt sé að auka lífsgæði sín með því að gæta að góðri fjárhagslegri heilsu. Markmið og möguleikar til þess fara hins vegar eftir aðstæðum og forgangsröðun hvers og eins. „Verðbólga og háir vextir undanfarið hafa bitnað á ráðstöfunartekjum heimilanna og gert mörgum erfiðara um vik að ná endum saman og fólk því haft minna svigrúm til þess að leggja fé til hliðar. Allir, óháð tekjum, geta þó gert eitthvað til þess að bæta fjárhagslega stöðu sína.“
Georg nefnir einmitt mikilvægi góðrar, fjárhagslegrar heilsu þegar hann er spurður hvort fólk …
Athugasemdir