Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar jókst á milli mánaða, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Á sama tíma minnkaði fylgi Samfylkingar, Miðflokks og Pírata.
Samfylkingin er þó enn sá flokkur sem mælist með mest fylgi og Miðflokkurinn er enn stærri en Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó tekið fram úr Miðflokki.
Hér að neðan má sjá hvernig fylgið skiptist í þjóðarpúlsinum.
Vinstri græn mælast enn með minnsta fylgið (4%), Sósíalistaflokkurinn mælist með örlítið meira fylgi (4,5%) og Píratar sömuleiðis (5,4%). Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins eru jafnframt undir 10 prósentum en fylgi þeirra breytist lítið á milli mánaða.
Samfylkingin mælist með mest fylgi, tæp 24, en fylgið minnkar um 2,4 prósent á milli mánaða. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 17,4 prósentum og bætir flokkurinn við sig ríflega þremur prósentum í fylgi milli mánaða. Miðflokkurinn minnkar aftur á móti, mælist nú með 16,5 prósent en mældist með 18,7% í septembermánuði. Fylgi Viðreisnar jókst á sama tíma, fór úr 10,3 prósentum í 13,6 prósent.
Athugasemdir