Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Barnabarnið er sýkt af E.coli: „Þetta er bara hryllingur“

Fjög­urra ára dótt­ur­son­ur Önnu Láru Páls­dótt­ur ligg­ur mjög veik­ur inni á barna­spítala Hrings­ins vegna E.coli-sýk­ing­ar­inn­ar sem kom upp á leik­skól­an­um Mána­garði í síð­asta mán­uði. Anna Lára seg­ir hryll­ing að horfa upp á börn sem líði svona illa.

Barnabarnið er sýkt af E.coli: „Þetta er bara hryllingur“
Langmæðgin Pétur Helgi ásamt Önnu Láru, ömmu sinni. Mynd: Úr einkasafni

Barnabarn Önnu Láru Pálsdóttur er eitt þeirra barna sem liggur illa haldið á spítala eftir að E.coli-sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði um miðjan október. Hún segir að um enga magakveisu sé að ræða, börnin séu bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu.

Tugir barna eru enn veik vegna sýkingarinnar. Nokkur börn hafa veikst alvarlega og verið lögð inn sjúkrahús. Í gær lágu ellefu börn inni á barnaspítala Hringsins með E.coli, þar af fjögur alvarlega veik á gjörgæslu. 

Fyrr í dag var greint frá því að sýkinguna mætti rekja til blandaðs nautgripa- og kindahakks frá Kjarnafæði sem notað hafði verið í hakk og spagettí. 

„Það er búið að stinga og pota svo mikið í hann“

„Pétur Helgi er búinn að vera með blóðugan niðurgang í tvær vikur og það er gríðarlegt álag á lítinn kropp. Hann hefur verið í nokkurskonar gjörgæslu sl. vikuna þar sem lífsmörk eru tekin á fjögurra tíma fresti allan sólarhringinn og blóðgildi lesin á tólf tíma fresti.

Hann hefur verið með magakrampa og uppköst, hefur nánast ekkert nærst en stöðugt með vökva og glúkósa í æð. Það var hryllingur að koma æðaleggnum upp því hann var orðinn svo þurr og má varla orðið snerta barnið án þess að hann kveinki sér því það er búið að stinga og pota svo mikið í hann. Nýrnastarfsemin hefur verið skert og vökvagjöfin þar af leiðandi safnast upp í bjúg um allan líkamann. Litlu hendurnar hans litu orðið út eins og uppblásnir latexhanskar,“ skrifaði Anna Lára á Facebook fyrr í dag. 

Tæpt að drengurinn færi á gjörgæslu

Pétur Helgi hefur ekki enn þurft að fara á gjörgæslu. „En það hefur verið tæpt nokkrum sinnum,“ segir Anna Lára í samtali við Heimildina. „Á laugardaginn síðasta þá mælist að hann er kominn með HUS [Hemolytic–uremic syndrome] – sem er afleiddur sjúkdómur frá bakteríunni sem að leggst á nýrun.“

Nokkrum dögum eftir að hann veiktist var Pétur Helgi lagður inn á spítala í sólarhring. Eftir það var hann í reglulegu eftirliti. Þegar hann greindist með HUS um helgina þurfti að leggja drenginn inn og hann hefur verið mjög veikur. „Þetta eyðileggur líka blóðflögurnar. Svo hann er búinn að fara þrisvar í blóðgjöf með stuttu millibili,“ segir Anna Lára.

Hún segir að í hvert skipti sem lesa þurfi blóðgildi drengsins taki óttinn yfir um það hvort nú eigi að leggja drenginn inn á gjörgæslu þar sem börn eru sett í blóðskilun til að létta á nýrunum. En sýkingin getur haft í för með sér varanlega nýrnabilun og jafnvel dauða. „Þið getið rétt ímyndað ykkur angist og örvæntingu foreldranna við að horfa upp á barnið sitt svona veikt,“ skrifaði Anna Lára á Facebook. 

Börnunum líði illa og geti varla tjáð sig

Hún segir við Heimildina að enn séu börn að bætast við á spítalanum. „Það bættist við eitt barn í innlögn í fyrradag síðast. Þetta eru svo langvinn veikindi. Þau eru svo lengi að malla.“

„Börnunum líður svona hryllilega illa og geta varla tjáð sig. Þetta er bara hryllingur.“

Anna Lára segir álagið vera rosalegt á fjölskyldur þeirra barna sem eru mjög veik. „Alveg gríðarlegt.“ Spurð hvernig hennar fjölskylda hafi það segir Anna Lára að fólk bregðist mismunandi við. „[Foreldrarnir] þau eru bara búin að vera að troða marvaðann þarna inni á spítala að horfa á barnið sitt svona veikt.“

Þriggja ára stúlka sem var með Pétri Helga í herbergi á spítalanum er nú komin á gjörgæslu. Nú er enn yngri stúlka, sem Anna Lára heldur að sé um tveggja ára, komin í hennar stað. „Hún er svo lítil. Börnunum líður svona hryllilega illa og geta varla tjáð sig. Þetta er bara hryllingur.“ 

Annað sem taki á sé biðin á eftir niðurstöðum og því sem í rauninni gerðist. „Því maður fer í raun í gegnum áfall. Það er sjokk og hræðsla og svo kemur reiðin og þá vill maður vita hvað gerðist eiginlega. Af hverju er barnið ekki öruggt á leikskólanum sínum? Hvernig getur þetta gerst? Þetta á ekki að geta gerst.“

Finnst að leikskólinn ætti að biðjast afsökunar

Anna Lára er óánægð með það hvernig viðbrögð leikskólans hafa verið eftir að sýkingin kom upp. Henni þykja yfirlýsingar frá Mánagarði vera á þá leið að starfsfólkið sé í áfalli og þakki foreldrum stuðninginn, líkt og þau væru fórnarlömbin.

„Mér finnst bara stuða – allavega mitt fólk – svolítið að það sé einhvern veginn verið að sækja sér svolitla vorkunn. Að þau séu í áfalli og þau séu að sækja sér stuðning hjá foreldrum. Þau eiga bara að vera auðmjúk og biðjast afsökunar og að hugur þeirra sé hjá börnunum og foreldrum þeirra.“ 

Að lokum segir Anna Lára að sér þyki mikilvægt að málið verði upplýst og að umræða um það fari fram. „Þannig að þetta gerist ekki aftur – þannig að það sé passað upp á svona hluti. Þetta er bara svo rosalegt að þetta skuli hafa gerst inni á leikskóla. “

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    E-coliið var í hakkinu frá framleiðanda. Það er alltaf hætta á að börn geti komist í hrátt hakk. Það á að vara við því að það megi alls ekki borða hakkið hrátt og aðra skylda vöru, t.d. kjötfars.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár