Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

Bjarni Bene­dikts­son stillti sér upp með Volodimír Selenskí í rign­ing­unni fyr­ir ut­an gesta­stof­una við Hak­ið á Þing­völl­um, þar sem þeir tóku sam­an á móti for­sæt­is­ráð­herr­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

„Hvað ertu að gera okkur Bjarni,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áður en hún kyssti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á kinnina í íslensku haustverði við gestastofuna við Hakið á Þingvöllum. Bjarni hafði ætlað sér að ganga með Selenskí frá Þingvallabænum og upp í gestastofuna en þeir slaufuðu því. 

„Við gengum að gjánni,“ sagði Bjarni og brosti. Sjálfur var hann búinn að klæða sig í íslenska lopapeysu undir jakkann en Selenskí sagðist öfunda hann af klæðanaðinum. Rigning og rok einkennir leiðtogafund Norðurlandanna með Selenskí, þar sem sá síðastnefndi vonast til að tryggja frekari stuðning „mikilvægustu stuðningsmanna Úkraínu“. 

„Þetta er sögufrægur staður?“ spurði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann steig út úr bílnum og út í rigninguna. Svipurinn gaf til kynna að hann vildi fullvisa sig um að það væri gild ástæða fyrir því að þetta væri fundarstaðurinn. Mette benti á ullarpeysu Bjarna og sagði að hann væri sá eini sem væri rétt klæddur fyrir þetta veður. 

Fundurinn sem nú á sér stað á Þingvöllum er ekki sá fyrsti sem Selenskí á með kollegum sínum á Norðurlöndunum. En þetta er sá fyrsti sem fram fer á Íslandi. Selenskí sagðist ánægður með fund sinn með Bjarna í Þingvallabænum, sem stóð í um klukkustund. 

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fundinn, en öll eru þau samankomin á Íslandi til að sitja þing Norðurlandaráðs sem fram fer í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Varnarmálaráðherrar landanna koma einnig til með að funda sérstaklega á meðan þinginu stendur en líklegt má telja að stuðningur við Úkraínu verði einnig fyrirferðamikill í umræðum á meðal þingfulltrúa. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár