Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

Bjarni Bene­dikts­son stillti sér upp með Volodimír Selenskí í rign­ing­unni fyr­ir ut­an gesta­stof­una við Hak­ið á Þing­völl­um, þar sem þeir tóku sam­an á móti for­sæt­is­ráð­herr­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

„Hvað ertu að gera okkur Bjarni,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áður en hún kyssti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á kinnina í íslensku haustverði við gestastofuna við Hakið á Þingvöllum. Bjarni hafði ætlað sér að ganga með Selenskí frá Þingvallabænum og upp í gestastofuna en þeir slaufuðu því. 

„Við gengum að gjánni,“ sagði Bjarni og brosti. Sjálfur var hann búinn að klæða sig í íslenska lopapeysu undir jakkann en Selenskí sagðist öfunda hann af klæðanaðinum. Rigning og rok einkennir leiðtogafund Norðurlandanna með Selenskí, þar sem sá síðastnefndi vonast til að tryggja frekari stuðning „mikilvægustu stuðningsmanna Úkraínu“. 

„Þetta er sögufrægur staður?“ spurði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann steig út úr bílnum og út í rigninguna. Svipurinn gaf til kynna að hann vildi fullvisa sig um að það væri gild ástæða fyrir því að þetta væri fundarstaðurinn. Mette benti á ullarpeysu Bjarna og sagði að hann væri sá eini sem væri rétt klæddur fyrir þetta veður. 

Fundurinn sem nú á sér stað á Þingvöllum er ekki sá fyrsti sem Selenskí á með kollegum sínum á Norðurlöndunum. En þetta er sá fyrsti sem fram fer á Íslandi. Selenskí sagðist ánægður með fund sinn með Bjarna í Þingvallabænum, sem stóð í um klukkustund. 

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fundinn, en öll eru þau samankomin á Íslandi til að sitja þing Norðurlandaráðs sem fram fer í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Varnarmálaráðherrar landanna koma einnig til með að funda sérstaklega á meðan þinginu stendur en líklegt má telja að stuðningur við Úkraínu verði einnig fyrirferðamikill í umræðum á meðal þingfulltrúa. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár