Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

Bjarni Bene­dikts­son stillti sér upp með Volodimír Selenskí í rign­ing­unni fyr­ir ut­an gesta­stof­una við Hak­ið á Þing­völl­um, þar sem þeir tóku sam­an á móti for­sæt­is­ráð­herr­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

„Hvað ertu að gera okkur Bjarni,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áður en hún kyssti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á kinnina í íslensku haustverði við gestastofuna við Hakið á Þingvöllum. Bjarni hafði ætlað sér að ganga með Selenskí frá Þingvallabænum og upp í gestastofuna en þeir slaufuðu því. 

„Við gengum að gjánni,“ sagði Bjarni og brosti. Sjálfur var hann búinn að klæða sig í íslenska lopapeysu undir jakkann en Selenskí sagðist öfunda hann af klæðanaðinum. Rigning og rok einkennir leiðtogafund Norðurlandanna með Selenskí, þar sem sá síðastnefndi vonast til að tryggja frekari stuðning „mikilvægustu stuðningsmanna Úkraínu“. 

„Þetta er sögufrægur staður?“ spurði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann steig út úr bílnum og út í rigninguna. Svipurinn gaf til kynna að hann vildi fullvisa sig um að það væri gild ástæða fyrir því að þetta væri fundarstaðurinn. Mette benti á ullarpeysu Bjarna og sagði að hann væri sá eini sem væri rétt klæddur fyrir þetta veður. 

Fundurinn sem nú á sér stað á Þingvöllum er ekki sá fyrsti sem Selenskí á með kollegum sínum á Norðurlöndunum. En þetta er sá fyrsti sem fram fer á Íslandi. Selenskí sagðist ánægður með fund sinn með Bjarna í Þingvallabænum, sem stóð í um klukkustund. 

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fundinn, en öll eru þau samankomin á Íslandi til að sitja þing Norðurlandaráðs sem fram fer í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Varnarmálaráðherrar landanna koma einnig til með að funda sérstaklega á meðan þinginu stendur en líklegt má telja að stuðningur við Úkraínu verði einnig fyrirferðamikill í umræðum á meðal þingfulltrúa. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár