S
amfylking nýtur stuðnings um fjórðungs kjósenda. Miðflokkur og Viðreisn eru hnífjöfn með um 16 prósenta stuðning hvor. Sjálfstæðisflokkurinn kemur sér ágætlega fyrir í fjórða sætinu yfir stærstu flokkana. Þetta kemur fram í nýrri kosningaspá Heimildarinnar.
Kosningaspár Heimildarinnar eru unnar í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson, en hann hannaði kosningaspálíkan fyrir áratug sem vigtar fyrirliggjandi kannanir og spáir um líklegustu niðurstöðu.
Ris er á flokki fólksins í spánni, sem mælist með yfir 10 prósenta stuðning. Píratar eru hins vegar á niðurleið í spánni og mælast á barmi þess að falla af þingi.
Kannanir í nýjustu kosningaspá:
- Prósent 18. – 24. okt (vægi: 37%)
- Maskína 22. – 28. okt (vægi: 63%)
Athugasemdir