Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram stærsti flokk­ur­inn en Við­reisn hef­ur tek­ið fram úr Mið­flokki sem sá næst stærsti. Pírat­ar mæl­ast ut­an þings, líkt og Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar. Út­lit er fyr­ir að fjöl­mörg vinstri-at­kvæði falli nið­ur dauð.

Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings
Á svífandi siglingu Þorgerður Katrín Mynd: Golli

Flug virðist vera á fylgi Viðreisnar sem mælist annar stærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu. Fylgið mælist 16,2 prósent hjá Viðreisn en 15,9 prósent hjá Miðflokki. Munurinn á þeim er þó ekki tölfræðilega marktækur. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn með 22,2 prósent. Flokkurinn heldur áfram að dala, líkt og hann hefur gert í síðustu fimm könnunum. 

Utan þingsÞórhildur Sunna hefur verið talsmaður Pírata en flokkurinn mælist nú í fyrsta sinn í langan tíma utan þings.

Fylgi Vinstri gænna mælist 3,8 prósent, sem er litlu minna en fylgi Sósíalista, sem mælast með slétt fjögur prósent. Píratar virðast hins vegar stefna út af þingi, því fylgi flokksins mælist í könnun Maskínu undir fimm prósenta þröskuldinum. Píratar njóta stuðnings 4,5 prósent. 

Vinstri atkvæði líkleg til að deyja

Að því gefnu að Vinstri græn og Sósíalistar fái ekki kjördæmakjörinn þingmann, þýðir það að 7,8 prósent af atkvæðum á vinstri vængnum falla niður dauð. 

Samkvæmt mörgum mælikvörðum, svo sem kosningaprófi Heimildarinnar og Stundarinnar fyrir síðustu kosningar, mætti staðsetja Pírata vinstra megin við miðju líka. Væri það gert, er útlit fyrir að 12,3 prósent atkvæða þeirra sem staðsetja sig þeim megin á ásnum skili ekki neinum á þing. 

Græningjar mælast með 0,8 prósent og langt frá þingsæti í könnunni, en Bjarni Jónsson, þingmaður sem nýlega yfirgaf Vinstrihreyfinguna grænt framboð, gekk til liðs við flokkinn á dögunum. 

Til samanburðar er samanlagt fylgi þessara flokka, sem ekki njóta nægs stuðnings hver fyrir sig til að komast á þing, er ekki nema um einu prósentustigi undir fylgi Sjálfstæðisflokksins. 

Hægri bylgja í kortunum

Svo virðist hins vegar vera að hægri bylgja sé í kortunum. Viðreisn skilgreinir sig sem miðjuflokk en er upphaflega klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki, sem lengi var eini hægriflokkur landsins. Miðflokkurinn er, þrátt fyrir nafnið, nokkuð afgerandi hægriflokkur og formaður og stofnandi Flokks fólksins hefur í fyrri kosningum skilgreint flokkinn sem hægri flokk. 

Samanlagt hafa þessir fjórir flokkar 55,3 prósent fylgi í könnuninni. 

Til viðbótar má svo telja Lýðræðisflokk Arnars Jónssonar, fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með 1,6 prósent fylgi í könnuninni. 

Þeir þrír flokkar sem tala inn á miðjuna, Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur, mælast samanlagt með 45,3 prósent. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár