Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram stærsti flokk­ur­inn en Við­reisn hef­ur tek­ið fram úr Mið­flokki sem sá næst stærsti. Pírat­ar mæl­ast ut­an þings, líkt og Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar. Út­lit er fyr­ir að fjöl­mörg vinstri-at­kvæði falli nið­ur dauð.

Viðreisn tekur stökk og Píratar mælast utan þings
Á svífandi siglingu Þorgerður Katrín Mynd: Golli

Flug virðist vera á fylgi Viðreisnar sem mælist annar stærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu. Fylgið mælist 16,2 prósent hjá Viðreisn en 15,9 prósent hjá Miðflokki. Munurinn á þeim er þó ekki tölfræðilega marktækur. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn með 22,2 prósent. Flokkurinn heldur áfram að dala, líkt og hann hefur gert í síðustu fimm könnunum. 

Utan þingsÞórhildur Sunna hefur verið talsmaður Pírata en flokkurinn mælist nú í fyrsta sinn í langan tíma utan þings.

Fylgi Vinstri gænna mælist 3,8 prósent, sem er litlu minna en fylgi Sósíalista, sem mælast með slétt fjögur prósent. Píratar virðast hins vegar stefna út af þingi, því fylgi flokksins mælist í könnun Maskínu undir fimm prósenta þröskuldinum. Píratar njóta stuðnings 4,5 prósent. 

Vinstri atkvæði líkleg til að deyja

Að því gefnu að Vinstri græn og Sósíalistar fái ekki kjördæmakjörinn þingmann, þýðir það að 7,8 prósent af atkvæðum á vinstri vængnum falla niður dauð. 

Samkvæmt mörgum mælikvörðum, svo sem kosningaprófi Heimildarinnar og Stundarinnar fyrir síðustu kosningar, mætti staðsetja Pírata vinstra megin við miðju líka. Væri það gert, er útlit fyrir að 12,3 prósent atkvæða þeirra sem staðsetja sig þeim megin á ásnum skili ekki neinum á þing. 

Græningjar mælast með 0,8 prósent og langt frá þingsæti í könnunni, en Bjarni Jónsson, þingmaður sem nýlega yfirgaf Vinstrihreyfinguna grænt framboð, gekk til liðs við flokkinn á dögunum. 

Til samanburðar er samanlagt fylgi þessara flokka, sem ekki njóta nægs stuðnings hver fyrir sig til að komast á þing, er ekki nema um einu prósentustigi undir fylgi Sjálfstæðisflokksins. 

Hægri bylgja í kortunum

Svo virðist hins vegar vera að hægri bylgja sé í kortunum. Viðreisn skilgreinir sig sem miðjuflokk en er upphaflega klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki, sem lengi var eini hægriflokkur landsins. Miðflokkurinn er, þrátt fyrir nafnið, nokkuð afgerandi hægriflokkur og formaður og stofnandi Flokks fólksins hefur í fyrri kosningum skilgreint flokkinn sem hægri flokk. 

Samanlagt hafa þessir fjórir flokkar 55,3 prósent fylgi í könnuninni. 

Til viðbótar má svo telja Lýðræðisflokk Arnars Jónssonar, fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með 1,6 prósent fylgi í könnuninni. 

Þeir þrír flokkar sem tala inn á miðjuna, Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur, mælast samanlagt með 45,3 prósent. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár