Volodómír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til Íslands í dag. Hann fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á tvíhliða fundi þeirra á milli seinni partinn. Zelensky mun svo eiga sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandaþjóðanna, sem hingað eru komnir í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Þetta er fyrsta heimsókn Selenskí til Íslands en hann hefur þegar heimsótt hinar Norðurlandaþjóðirnar. Forsetinn hefur verið duglegur við að ferðast um Evrópu til að afla stuðnings í stríðinu við Rússa, sem staðið hefur síðan 24. febrúar árið 2022.
Auk þess að funda með forsætisráðherrum mun Selenskí heimsækja Bessastaði, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur á móti honum.
Athugasemdir (1)