Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Selenskí hittir Bjarna á fundi í dag

Volodómír Selenskí, for­seti Úkraínu, kem­ur til Ís­lands í dag, þar sem hann fund­ar með Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráð­herra. Hann mun einnig funda stutt­lega með Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Ís­lands.

Selenskí hittir Bjarna á fundi í dag
Stríðsástand Stríðið í Úkraínu hefur nú geisað í meira en þrjú ár. Mynd: AFP

Volodómír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til Íslands í dag. Hann fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á tvíhliða fundi þeirra á milli seinni partinn. Zelensky mun svo eiga sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandaþjóðanna, sem hingað eru komnir í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Reykjavík. 

Til fundarBjarni, sem gegnir embætti forsætisráðherra í starfsstjórn, sest niður með Selenskí seinni partinn.

Þetta er fyrsta heimsókn Selenskí til Íslands en hann hefur þegar heimsótt hinar Norðurlandaþjóðirnar. Forsetinn hefur verið duglegur við að ferðast um Evrópu til að afla stuðnings í stríðinu við Rússa, sem staðið hefur síðan 24. febrúar árið 2022. 

Auk þess að funda með forsætisráðherrum mun Selenskí heimsækja Bessastaði, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur á móti honum. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Omg. Damn hvað mig langar að fara á Bessastaði og hneigja mig fyrir honum eða heilsa með handabandi en helst knúsa hann. Ætli það verði aðdáendakrád þar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár