Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir

Óánægð­ir íbú­ar í Grafar­vogi segj­ast ekki leng­ur styðja Sam­fylk­ing­una vegna fram­boðs Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Einn íbúi birt­ir skjá­skot af sam­skipt­um sín­um við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, formann flokks­ins, sem bend­ir hon­um á að strika yf­ir nafn fé­laga síns.

Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir
Annar Dagur skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ekki er langt síðan hann lét af embætti borgarstjóra, þar sem hann var umdeildur. Mynd: Golli

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvetur kjósanda í Grafarvogi til að strika út Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og annan mann á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, í einkaskilaboðum sem birt eru í spjallhópi Grafarvogsbúa í dag.

Skiptar skoðanir eru á framboði Dags og virðist Grafarvogsbúum sérstaklega uppsigað við hann. Dagur hefur undanfarinn áratug verið borgarstjóri í Reykjavík en hann vék fyrir Einari Þorsteinssyni Framsóknarmanni í samræmi við meirihlutasamning flokkanna sem stýra borginni. 

FormaðurinnSkjáskot af samtali Kristrúnar við kjósanda eru birt í spjallhópi Grafarvogsbúa. Þar minnir hún á að hún sé formaður Samfylkingarinnar, ekki Dagur.

Skjáskotunum er deilt í athugasemdum við færslu konu sem segist ekki lengur ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum vegna framboðs Dags. „Ég kýs ekki mann sem er „óvinur“ Grafarvogs. Ég er auðvitað nastí en hvað eigum við að gera annað þegar ekki er hlustað á okkur íbúana hér í Grafarvogi varðandi …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Dagur er spillingarpési á sama kaliberi og BB og endilega strokið þá báða út af lista.
    -2
  • Óvænt og skrítið. Kristrún er ekki fús til að að afneita samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben í ríkisstjórn en þegar búin að afneita samstarfi við Dag í ríkisstjórn.
    1
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Heimildin skrifar pólitískt slúður. Enda þótt það sé um annan flokk en minn. Ég er ekki að styðja heimildina til að fá svona ómerkileg skrif. Ef þetta á að einkenna umfjöllun heimildarinnar um kosningabaráttuna mun ég frábiðja mér það efni.
    Vip höfum tapað Kjarnanum úr heimildinni og hún er ekki lengur alvöru miðill!!!
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er fráleitt að halda því fram að það spilli fyrir Samfylkingunni að hafa Dag á lista fyrir Alþingiskosningar vegna þess hve óvinsæll hann er.
    Dagur hefur mörg undanfarin ár alltaf verið valinn vinsælasti borgarfulltrúinn af borgarbúum í skoðanakönnunum þangað til nú nýlega að Sanna varð fyrir valinu og Dagur lenti í öðru sæti.
    6
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    Heimildin þið fáið Falak einkun fyrir þessa frétt.
    Ef Dagur varð ekki mógaður útaf þessu er þá ekki kjánalegt að annað fólk sé það?
    Kemur okkur þetta við?
    Hvað hefur þetta með kosningarnar að gera?
    2
  • Martin Swift skrifaði
    Ég bjóst í einlægni við meiru frá Heimildinni en að stökkva á þennan vagn. Það eru engar fréttir að Grafarvogsbúum sé mörgum illa við Dag eða að fólk á Facebook sé yfirlýsingaglatt (a.m.k. ein þeirra sem tekur til máls býr ekkert í Grafarvogi en er virk í að rakka Dag niður á íbúahópum ýmissa hverfa).

    Hér stökk Vísir af stað með smellubeitu sem aðrir eru að fylgja eftir. Ekkert gert til að greina málið og bara vísað í innlegg á Facebook eða aðra fjölmiðla. Mér finnst sem Heimildin hafi áður verið duglegri við að kafa á dýptina og setja málin í samhengi frekar en að taka þátt í svona slúðri og smellubeitum, en það er kannski rangt hjá mér.
    14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Tóm skrif­stofa í Trumpískri kosn­inga­bar­áttu

Don­ald Trump ræðst gjarn­an á fjöl­miðla. Hann seg­ist með því vilja gera þá tor­tryggi­lega svo eng­inn trúi nei­kvæð­um frétt­um um sig. Ósk­andi er að kom­andi kosn­inga­bar­átta á Ís­landi verði ekki háð und­ir Trumpísk­um áhrif­um. Það eru nefni­lega ekki að­eins miðl­arn­ir sem skapa vand­ann held­ur ligg­ur sök­in jafnt hjá þeim sem flyt­ur boð­skap­inn.
„Ég var að mála partíið innra með mér“
4
Viðtal

„Ég var að mála par­tí­ið innra með mér“

„Að losa mig við nauðg­un­ar­byrð­ina end­ur­nýj­aði mig sem höf­und og lista­mann,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, nú þeg­ar hann fagn­ar list­ræn­um sigr­um – sem hefðu jafn­vel ekki orð­ið svo magn­að­ir án áfalla for­tíð­ar. Sköp­un hans á sér eng­in tak­mörk, líkt og sjá má á yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um hans og í loka­bindi þrí­leiks hans. Hann ræð­ir eitt eitr­að­asta mál­ið sem skek­ið hef­ur ís­lensk­an bók­mennta­heim; þeg­ar hann steig fram sem þol­andi nauðg­un­ar og mætti háði vold­ugra penna – með­al ann­ars hjá RÚV.
Tölur og mælingar ríma illa við upplifun kennara
6
Greining

Töl­ur og mæl­ing­ar ríma illa við upp­lif­un kenn­ara

Skóla­stjóri Granda­skóla seg­ist hafa átt­að sig á því hvað Við­skipta­ráði gengi til þeg­ar fram­kvæmda­stjór­inn steig fram og ræddi um einka­rekna grunn­skóla sem lausn á „brotnu kerfi“. Hart hef­ur ver­ið tek­ist á um út­tekt ráðs­ins á stöðu kenn­ara, en fram­setn­ing­in er sögð mis­vís­andi. Starfs­fólk skóla, sveit­ar­fé­laga og fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs fara yf­ir stöð­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
3
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
6
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár