Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir

Óánægð­ir íbú­ar í Grafar­vogi segj­ast ekki leng­ur styðja Sam­fylk­ing­una vegna fram­boðs Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Einn íbúi birt­ir skjá­skot af sam­skipt­um sín­um við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, formann flokks­ins, sem bend­ir hon­um á að strika yf­ir nafn fé­laga síns.

Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir
Annar Dagur skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ekki er langt síðan hann lét af embætti borgarstjóra, þar sem hann var umdeildur. Mynd: Golli

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvetur kjósanda í Grafarvogi til að strika út Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og annan mann á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, í einkaskilaboðum sem birt eru í spjallhópi Grafarvogsbúa í dag.

Skiptar skoðanir eru á framboði Dags og virðist Grafarvogsbúum sérstaklega uppsigað við hann. Dagur hefur undanfarinn áratug verið borgarstjóri í Reykjavík en hann vék fyrir Einari Þorsteinssyni Framsóknarmanni í samræmi við meirihlutasamning flokkanna sem stýra borginni. 

FormaðurinnSkjáskot af samtali Kristrúnar við kjósanda eru birt í spjallhópi Grafarvogsbúa. Þar minnir hún á að hún sé formaður Samfylkingarinnar, ekki Dagur.

Skjáskotunum er deilt í athugasemdum við færslu konu sem segist ekki lengur ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum vegna framboðs Dags. „Ég kýs ekki mann sem er „óvinur“ Grafarvogs. Ég er auðvitað nastí en hvað eigum við að gera annað þegar ekki er hlustað á okkur íbúana hér í Grafarvogi varðandi …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Thormar skrifaði
    Menn gleyma því í öllum leðjuslagnum að Dagur er frekar vinsæll hjá starfsmönnum borgarinnan fyrir lífskjarasamninginn og að styja Eflingu. Kaupið hækkaði hjá mörgum um 35 prósent.
    0
  • Eru menn nokkuð að missa sig í oftúlkanir hérna? Það að Kristrún bendi óánægðum flokksmanni á valkost í kosningalögunum getur varla talist stórglæpur. Ennfremur getur vel verið að Kristrún sjái fyrir sér að Dagur verði t.d. formaður þingflokksins og leiði þannig samstarf við aðra flokka, ef flokkurinn fer í ríkisstjórn. Degi hefur gengið vel að leiða samvinnu mismunandi flokka í borginni. Skil ekki þennan æsing.
    0
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Óskiljanlegur æsingur? Er líklegt að Kristrún sjái Dag fyrir sér sem formann þingflokksins?

      Kristrún skrifaði:

      „Ég er formaður flokks­ins og stýri mál­efna­áhersl­um með stjórn flokks­ins, Dag­ur verður óbreytt­ur þingmaður, ekki ráðherra, hann sit­ur ekki í stjórn flokks­ins og mun ekki sitja í rík­is­stjórn."

      „Dag­ur stýr­ir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja for­yst­unni."

      „Staða hans á list­an­um breyt­ir engu um áhersl­ur S"
      0
  • Þóra Karls skrifaði
    Það er tvennt ólíkt: 'að hvetja til' (sem Kristrún gerði ekki) eða 'benda á' (sem Kristrún gerði).
    4
    • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
      Ja á þessu tvennu er reginmunur.
      1
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Að "hvetja til" eða "benda á"? Þar liggur efinn.

      Kristrún skrifaði: „En ég skil vel sjón­ar­mið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykja­vík norður þar sem ég er odd­viti og hann er í öðru sæti þá ligg­ur bein­ast við að strika hann út í kjör­klef­an­um."
      0
  • PJ
    Pétur Jósafatsson skrifaði
    Nei, það kraumar bara alls ekki í Grafarvogsbúum yfirleitt, bara fámennum háværum hópi þar, sem virðist vera á móti framtíðinni.
    4
  • Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Dagur er spillingarpési á sama kaliberi og BB og endilega strokið þá báða út af lista.
    -8
  • GJ
    Gunnlaugur Jónsson skrifaði
    Óvænt og skrítið. Kristrún er ekki fús til að að afneita samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben í ríkisstjórn en þegar búin að afneita samstarfi við Dag í ríkisstjórn.
    4
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Heimildin skrifar pólitískt slúður. Enda þótt það sé um annan flokk en minn. Ég er ekki að styðja heimildina til að fá svona ómerkileg skrif. Ef þetta á að einkenna umfjöllun heimildarinnar um kosningabaráttuna mun ég frábiðja mér það efni.
    Vip höfum tapað Kjarnanum úr heimildinni og hún er ekki lengur alvöru miðill!!!
    5
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er fráleitt að halda því fram að það spilli fyrir Samfylkingunni að hafa Dag á lista fyrir Alþingiskosningar vegna þess hve óvinsæll hann er.
    Dagur hefur mörg undanfarin ár alltaf verið valinn vinsælasti borgarfulltrúinn af borgarbúum í skoðanakönnunum þangað til nú nýlega að Sanna varð fyrir valinu og Dagur lenti í öðru sæti.
    13
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    Heimildin þið fáið Falak einkun fyrir þessa frétt.
    Ef Dagur varð ekki mógaður útaf þessu er þá ekki kjánalegt að annað fólk sé það?
    Kemur okkur þetta við?
    Hvað hefur þetta með kosningarnar að gera?
    4
  • Martin Swift skrifaði
    Ég bjóst í einlægni við meiru frá Heimildinni en að stökkva á þennan vagn. Það eru engar fréttir að Grafarvogsbúum sé mörgum illa við Dag eða að fólk á Facebook sé yfirlýsingaglatt (a.m.k. ein þeirra sem tekur til máls býr ekkert í Grafarvogi en er virk í að rakka Dag niður á íbúahópum ýmissa hverfa).

    Hér stökk Vísir af stað með smellubeitu sem aðrir eru að fylgja eftir. Ekkert gert til að greina málið og bara vísað í innlegg á Facebook eða aðra fjölmiðla. Mér finnst sem Heimildin hafi áður verið duglegri við að kafa á dýptina og setja málin í samhengi frekar en að taka þátt í svona slúðri og smellubeitum, en það er kannski rangt hjá mér.
    21
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár