Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvetur kjósanda í Grafarvogi til að strika út Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og annan mann á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, í einkaskilaboðum sem birt eru í spjallhópi Grafarvogsbúa í dag.
Skiptar skoðanir eru á framboði Dags og virðist Grafarvogsbúum sérstaklega uppsigað við hann. Dagur hefur undanfarinn áratug verið borgarstjóri í Reykjavík en hann vék fyrir Einari Þorsteinssyni Framsóknarmanni í samræmi við meirihlutasamning flokkanna sem stýra borginni.
Skjáskotunum er deilt í athugasemdum við færslu konu sem segist ekki lengur ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum vegna framboðs Dags. „Ég kýs ekki mann sem er „óvinur“ Grafarvogs. Ég er auðvitað nastí en hvað eigum við að gera annað þegar ekki er hlustað á okkur íbúana hér í Grafarvogi varðandi …
Kristrún skrifaði:
„Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins, Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn."
„Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni."
„Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S"
Kristrún skrifaði: „En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavík norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum."
Vip höfum tapað Kjarnanum úr heimildinni og hún er ekki lengur alvöru miðill!!!
Dagur hefur mörg undanfarin ár alltaf verið valinn vinsælasti borgarfulltrúinn af borgarbúum í skoðanakönnunum þangað til nú nýlega að Sanna varð fyrir valinu og Dagur lenti í öðru sæti.
Ef Dagur varð ekki mógaður útaf þessu er þá ekki kjánalegt að annað fólk sé það?
Kemur okkur þetta við?
Hvað hefur þetta með kosningarnar að gera?
Hér stökk Vísir af stað með smellubeitu sem aðrir eru að fylgja eftir. Ekkert gert til að greina málið og bara vísað í innlegg á Facebook eða aðra fjölmiðla. Mér finnst sem Heimildin hafi áður verið duglegri við að kafa á dýptina og setja málin í samhengi frekar en að taka þátt í svona slúðri og smellubeitum, en það er kannski rangt hjá mér.