Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir

Óánægð­ir íbú­ar í Grafar­vogi segj­ast ekki leng­ur styðja Sam­fylk­ing­una vegna fram­boðs Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Einn íbúi birt­ir skjá­skot af sam­skipt­um sín­um við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, formann flokks­ins, sem bend­ir hon­um á að strika yf­ir nafn fé­laga síns.

Kraumar í Grafarvogsbúum – Kristrún leggur til yfirstrikanir
Annar Dagur skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ekki er langt síðan hann lét af embætti borgarstjóra, þar sem hann var umdeildur. Mynd: Golli

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvetur kjósanda í Grafarvogi til að strika út Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og annan mann á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, í einkaskilaboðum sem birt eru í spjallhópi Grafarvogsbúa í dag.

Skiptar skoðanir eru á framboði Dags og virðist Grafarvogsbúum sérstaklega uppsigað við hann. Dagur hefur undanfarinn áratug verið borgarstjóri í Reykjavík en hann vék fyrir Einari Þorsteinssyni Framsóknarmanni í samræmi við meirihlutasamning flokkanna sem stýra borginni. 

FormaðurinnSkjáskot af samtali Kristrúnar við kjósanda eru birt í spjallhópi Grafarvogsbúa. Þar minnir hún á að hún sé formaður Samfylkingarinnar, ekki Dagur.

Skjáskotunum er deilt í athugasemdum við færslu konu sem segist ekki lengur ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi þingkosningum vegna framboðs Dags. „Ég kýs ekki mann sem er „óvinur“ Grafarvogs. Ég er auðvitað nastí en hvað eigum við að gera annað þegar ekki er hlustað á okkur íbúana hér í Grafarvogi varðandi …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Thormar skrifaði
    Menn gleyma því í öllum leðjuslagnum að Dagur er frekar vinsæll hjá starfsmönnum borgarinnan fyrir lífskjarasamninginn og að styja Eflingu. Kaupið hækkaði hjá mörgum um 35 prósent.
    0
  • Eru menn nokkuð að missa sig í oftúlkanir hérna? Það að Kristrún bendi óánægðum flokksmanni á valkost í kosningalögunum getur varla talist stórglæpur. Ennfremur getur vel verið að Kristrún sjái fyrir sér að Dagur verði t.d. formaður þingflokksins og leiði þannig samstarf við aðra flokka, ef flokkurinn fer í ríkisstjórn. Degi hefur gengið vel að leiða samvinnu mismunandi flokka í borginni. Skil ekki þennan æsing.
    0
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Óskiljanlegur æsingur? Er líklegt að Kristrún sjái Dag fyrir sér sem formann þingflokksins?

      Kristrún skrifaði:

      „Ég er formaður flokks­ins og stýri mál­efna­áhersl­um með stjórn flokks­ins, Dag­ur verður óbreytt­ur þingmaður, ekki ráðherra, hann sit­ur ekki í stjórn flokks­ins og mun ekki sitja í rík­is­stjórn."

      „Dag­ur stýr­ir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja for­yst­unni."

      „Staða hans á list­an­um breyt­ir engu um áhersl­ur S"
      0
  • Þóra Karls skrifaði
    Það er tvennt ólíkt: 'að hvetja til' (sem Kristrún gerði ekki) eða 'benda á' (sem Kristrún gerði).
    4
    • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
      Ja á þessu tvennu er reginmunur.
      1
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Að "hvetja til" eða "benda á"? Þar liggur efinn.

      Kristrún skrifaði: „En ég skil vel sjón­ar­mið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykja­vík norður þar sem ég er odd­viti og hann er í öðru sæti þá ligg­ur bein­ast við að strika hann út í kjör­klef­an­um."
      0
  • PJ
    Pétur Jósafatsson skrifaði
    Nei, það kraumar bara alls ekki í Grafarvogsbúum yfirleitt, bara fámennum háværum hópi þar, sem virðist vera á móti framtíðinni.
    4
  • Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Dagur er spillingarpési á sama kaliberi og BB og endilega strokið þá báða út af lista.
    -8
  • GJ
    Gunnlaugur Jónsson skrifaði
    Óvænt og skrítið. Kristrún er ekki fús til að að afneita samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben í ríkisstjórn en þegar búin að afneita samstarfi við Dag í ríkisstjórn.
    4
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Heimildin skrifar pólitískt slúður. Enda þótt það sé um annan flokk en minn. Ég er ekki að styðja heimildina til að fá svona ómerkileg skrif. Ef þetta á að einkenna umfjöllun heimildarinnar um kosningabaráttuna mun ég frábiðja mér það efni.
    Vip höfum tapað Kjarnanum úr heimildinni og hún er ekki lengur alvöru miðill!!!
    5
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er fráleitt að halda því fram að það spilli fyrir Samfylkingunni að hafa Dag á lista fyrir Alþingiskosningar vegna þess hve óvinsæll hann er.
    Dagur hefur mörg undanfarin ár alltaf verið valinn vinsælasti borgarfulltrúinn af borgarbúum í skoðanakönnunum þangað til nú nýlega að Sanna varð fyrir valinu og Dagur lenti í öðru sæti.
    13
  • LDA
    Lilja Dögg Arnþórsdóttir skrifaði
    Heimildin þið fáið Falak einkun fyrir þessa frétt.
    Ef Dagur varð ekki mógaður útaf þessu er þá ekki kjánalegt að annað fólk sé það?
    Kemur okkur þetta við?
    Hvað hefur þetta með kosningarnar að gera?
    4
  • Martin Swift skrifaði
    Ég bjóst í einlægni við meiru frá Heimildinni en að stökkva á þennan vagn. Það eru engar fréttir að Grafarvogsbúum sé mörgum illa við Dag eða að fólk á Facebook sé yfirlýsingaglatt (a.m.k. ein þeirra sem tekur til máls býr ekkert í Grafarvogi en er virk í að rakka Dag niður á íbúahópum ýmissa hverfa).

    Hér stökk Vísir af stað með smellubeitu sem aðrir eru að fylgja eftir. Ekkert gert til að greina málið og bara vísað í innlegg á Facebook eða aðra fjölmiðla. Mér finnst sem Heimildin hafi áður verið duglegri við að kafa á dýptina og setja málin í samhengi frekar en að taka þátt í svona slúðri og smellubeitum, en það er kannski rangt hjá mér.
    21
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár