Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar mun Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og núverandi formaður borgarráðs, taka annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum.
Oddviti kjördæmisins verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins. Í þriðja sæti er Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, en hann gekk til liðs við flokkinn nýlega.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður verður oddviti Samfylkingarinnar þingmaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaborgarfulltrúi, skipa annað sætið. Í því þriðja verður Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og einn varaforseta ASÍ. Hann hafði tilkynnt að hann sæktist eftir öðru sæti á lista í Reykjavík.
Samfylkingin mun kynna lista sína fyrir komandi kosningar opinberlega klukkan 11 á morgun í Þróttaraheimilinu í Laugardal.
Athugasemdir (3)