Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Dagur B. fær annað sætið í Reykjavík norður

Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, mun skipa ann­að sæt­ið á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur á eft­ir for­mann­in­um Kristrúnu Frosta­dótt­ur í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Þórð­ur Snær Júlí­us­son verð­ur í þriðja sæti í kjör­dæm­inu.

Dagur B. fær annað sætið í Reykjavík norður

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar mun Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og núverandi formaður borgarráðs, taka annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum.

Oddviti kjördæmisins verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins. Í þriðja sæti er Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, en hann gekk til liðs við flokkinn nýlega. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður verður oddviti Samfylkingarinnar þingmaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaborgarfulltrúi, skipa annað sætið. Í því þriðja verður Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og einn varaforseta ASÍ. Hann hafði tilkynnt að hann sæktist eftir öðru sæti á lista í Reykjavík. 

Samfylkingin mun kynna lista sína fyrir komandi kosningar opinberlega klukkan 11 á morgun í Þróttaraheimilinu í Laugardal. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár