Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Óljóst hvort andlátið verði rannsakað sem sakamál

El­ín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, vill ekki tjá sig um það hvort and­lát 17 ára drengs, sem lést í elds­voða á Stuðl­um í síð­ustu viku, verði rann­sak­að sem saka­mál.

Óljóst hvort andlátið verði rannsakað sem sakamál

„Rannsókninni miðar bara þokkalega vel áfram. Þetta er náttúrlega stór vettvangur og auðvitað rannsókn sem tekur svolítinn tíma. Það segir sig sjálft.“

Þetta hefur Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, að segja um það hvernig rannsókn brunans, sem varð á Stuðlum um helgina og leiddi til andláts 17 ára drengs, miðar áfram. 

Spurð hvenær rannsókninni muni ljúka segir Elín Agnes það verða þegar gögn hafa fengist frá tæknideildinni og lögregla hefur lokið við að taka þær skýrslur sem þarf. „Þá erum við komin nokkuð vel á veg með rannsóknina en við erum ekki á þeim stað núna. Það er ekki komið svo langt.“ 

Rannsóknin er, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjónsins, ekki komin nógu langt til að svara því hvort bruninn sé rannsakaður sem mögulegt sakamál. 

Tæknideildin rannsakar nú eldsupptök og vettvang, Elín Agnes segir það taka ákveðinn tíma að koma því saman og skila. Deildin hefur enn ekki úrskurðað hver upptök eldsins voru. 

Vill ekki segja hvort drengurinn hafi verið lokaður inni

Það er barn sem deyr þarna í umsjá yfirvalda. Geturðu útskýrt fyrir mér hvaða þýðingu það hefur þegar það kemur að rannsókninni?

„Í raun og veru er það bara þannig að við þurfum að rannsaka alla fleti – eldsupptök, með hvaða hætti kviknar í, hvernig er brugðist við og hvað gerist. Þetta er bara flókið og þarf að vera nákvæm rannsókn. Það er það fyrsta – að finna út með hvaða hætti, hvernig og af hverju. Og safna upplýsingum.“

Er verið að rannsaka hvort drengurinn hafi verið lokaður inni þegar eldinn bar að?

„Við erum bara að rannsaka alla mögulega fleti á þessu máli. Alls ekki einn frekar en annan. Þegar það kemur að vettvangsrannsókn þá er allt skoðað. Það er bara þannig,“ segir Elín Agnes.

Hún vill ekki tjá sig um það hvort drengurinn hafi verið læstur inni á herberginu eða hvort dyrnar hafi opnast eftir að eldurinn kom upp. „Eins og ég segi þá erum við með alhliða rannsókn á þessum bruna hjá okkur. Það er eiginlega það eina sem ég get sagt um þetta. Ég bara bíð eftir upplýsingum frá tæknideild með það hvað sú rannsókn leiðir í ljós.“

Þannig að þú getur ekki sagt af eða á hvort það hafi tekist að hleypa honum út eftir að eldurinn kviknaði?

„Nei, við erum ekkert komin á þann stað.“

Spurð hvort yfirvöld beri ábyrgð á andláti drengsins segir Elín Agnes að hún muni ekki fara út í það. „Þarna erum við komin í lögfræðilegt álit og ég er ekki að fara þangað. Alls ekki.“ 

Sorglegt þegar það tekst ekki

Funi Sigurðsson, starfandi forstöðumaður á Stuðlum, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Í samtali við RÚV, sunnudaginn 20. október, sagði Funi að þegar bruninn kom upp hefðu ekki verið fleiri börn í vistun en viðráðanlegt er. Alls hafi sjö börn verið í húsinu, þar af fjögur í neyðarvistun þar sem eldurinn kviknaði. „Það sem spilar inn í þetta er að við erum náttúrlega að vista börn sem eru í mjög alvarlegum vanda og í mjög erfiðri stöðu. Við erum að gera okkar allra besta til að hlúa að þeim og þeirra öryggi. Það er það sem er sorglegt, þegar það tekst ekki.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár