Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Óljóst hvort andlátið verði rannsakað sem sakamál

El­ín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, vill ekki tjá sig um það hvort and­lát 17 ára drengs, sem lést í elds­voða á Stuðl­um í síð­ustu viku, verði rann­sak­að sem saka­mál.

Óljóst hvort andlátið verði rannsakað sem sakamál

„Rannsókninni miðar bara þokkalega vel áfram. Þetta er náttúrlega stór vettvangur og auðvitað rannsókn sem tekur svolítinn tíma. Það segir sig sjálft.“

Þetta hefur Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, að segja um það hvernig rannsókn brunans, sem varð á Stuðlum um helgina og leiddi til andláts 17 ára drengs, miðar áfram. 

Spurð hvenær rannsókninni muni ljúka segir Elín Agnes það verða þegar gögn hafa fengist frá tæknideildinni og lögregla hefur lokið við að taka þær skýrslur sem þarf. „Þá erum við komin nokkuð vel á veg með rannsóknina en við erum ekki á þeim stað núna. Það er ekki komið svo langt.“ 

Rannsóknin er, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjónsins, ekki komin nógu langt til að svara því hvort bruninn sé rannsakaður sem mögulegt sakamál. 

Tæknideildin rannsakar nú eldsupptök og vettvang, Elín Agnes segir það taka ákveðinn tíma að koma því saman og skila. Deildin hefur enn ekki úrskurðað hver upptök eldsins voru. 

Vill ekki segja hvort drengurinn hafi verið lokaður inni

Það er barn sem deyr þarna í umsjá yfirvalda. Geturðu útskýrt fyrir mér hvaða þýðingu það hefur þegar það kemur að rannsókninni?

„Í raun og veru er það bara þannig að við þurfum að rannsaka alla fleti – eldsupptök, með hvaða hætti kviknar í, hvernig er brugðist við og hvað gerist. Þetta er bara flókið og þarf að vera nákvæm rannsókn. Það er það fyrsta – að finna út með hvaða hætti, hvernig og af hverju. Og safna upplýsingum.“

Er verið að rannsaka hvort drengurinn hafi verið lokaður inni þegar eldinn bar að?

„Við erum bara að rannsaka alla mögulega fleti á þessu máli. Alls ekki einn frekar en annan. Þegar það kemur að vettvangsrannsókn þá er allt skoðað. Það er bara þannig,“ segir Elín Agnes.

Hún vill ekki tjá sig um það hvort drengurinn hafi verið læstur inni á herberginu eða hvort dyrnar hafi opnast eftir að eldurinn kom upp. „Eins og ég segi þá erum við með alhliða rannsókn á þessum bruna hjá okkur. Það er eiginlega það eina sem ég get sagt um þetta. Ég bara bíð eftir upplýsingum frá tæknideild með það hvað sú rannsókn leiðir í ljós.“

Þannig að þú getur ekki sagt af eða á hvort það hafi tekist að hleypa honum út eftir að eldurinn kviknaði?

„Nei, við erum ekkert komin á þann stað.“

Spurð hvort yfirvöld beri ábyrgð á andláti drengsins segir Elín Agnes að hún muni ekki fara út í það. „Þarna erum við komin í lögfræðilegt álit og ég er ekki að fara þangað. Alls ekki.“ 

Sorglegt þegar það tekst ekki

Funi Sigurðsson, starfandi forstöðumaður á Stuðlum, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Í samtali við RÚV, sunnudaginn 20. október, sagði Funi að þegar bruninn kom upp hefðu ekki verið fleiri börn í vistun en viðráðanlegt er. Alls hafi sjö börn verið í húsinu, þar af fjögur í neyðarvistun þar sem eldurinn kviknaði. „Það sem spilar inn í þetta er að við erum náttúrlega að vista börn sem eru í mjög alvarlegum vanda og í mjög erfiðri stöðu. Við erum að gera okkar allra besta til að hlúa að þeim og þeirra öryggi. Það er það sem er sorglegt, þegar það tekst ekki.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár