Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Skógarþresti fjölgað en spóa fækkað

Vökt­un mó­fugla í Rangár­valla­sýslu sýn­ir að frá ár­inu 2011 hafa orð­ið hrað­ar breyt­ing­ar í öll­um sam­an­burði sem vekja að mati sér­fræð­inga „spurn­ing­ar um fram­tíð hinna stóru ís­lensku mó­fugla­stofna“.

Skógarþresti fjölgað en spóa fækkað
Okkar ábyrgð Spói er meðal ábyrgðategunda fugla hér á landi. Hann dvelur á Íslandi frá maí og fram í september, en þá heldur hann suður á bóginn og dvelur þá aðallega á versturströnd Afríku og í Portúgal. Talið er að nærri helmingur stofnsins verpi á Íslandi á sumrin. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Nýjustu talningar á mófuglum í Rangárvallasýslu hafa valdið sérfræðingum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi nokkrum heilabrotum. Rannsóknasetrið hefur unnið að talningu mófugla á 63 stöðum sem dreifast um alla sýsluna frá árinu 2011.

Á þeim rúmlega áratug sem talningin hefur farið fram hefur skógarþresti fjölgað verulega. Hrossagaukur og jaðrakan sýna ekki marktæka breytingu en tjaldi, heiðlóu, spóa, stelk, lóuþræl og þúfutittlingi fækkar verulega, segir í samantekt Rannsóknarsetursins eftir sumarið. „Þessar breytingar eru mjög hraðar í öllum samanburði og vekja spurningar um framtíð hinna stóru íslensku mófuglastofna,“ segir í samantektinni.

Skilgreindar hafa verið ábyrgðartegundir fugla á Íslandi, en það eru tegundir þar sem stór hluti Evrópustofns og jafnvel heimsstofns verpur á Íslandi, eða kemur hér við á farleiðum sínum. Spói, heiðlóa, jaðrakan og stelkur eru meðal ábyrgðartegunda Íslands. 

 Ekki er augljósra skýringa á þessum breytingum fyrir að fara á vetrarstöðvum fuglanna þar sem þeir dreifast víða, allt frá Bretlandseyjum til Vestur-Afríku. Því gæti verið að drifkraftana sé að finna hér á landi. Vísindamenn á Rannsóknarsetrinu munu fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum og leita skýringa. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Verndum fuglana....
    ....höldum köttunum inni á sumrin eða í bandi!

    Á heimsvísu eru kettir stæðsta ógnin, af völdum mannsinn, fyrir fugla.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu