Í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við ríkið og sveitarfélög hafa tölfræðilegar mælingar á skólastarfi hér landi verið áberandi í umræðunni. Þá sérstaklega mælingar á rekstri grunnskólanna.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði nýverið í ræðu sem haldin var á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna að þegar litið sé yfir tölfræði um rekstur skóla landsins megi finna ýmislegt sem bendi til þess að víða sé pottur brotinn í rekstri grunnskóla borgarinnar.
„Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, og kenna minna og fleiri einhverjir undirbúningstímar,“ sagði Einar.
Ummælin féllu í grýttan jarðveg á meðal kennara. Kennarafélag Reykjavíkur skipulagði mótmæli vegna ummæla borgarstjóra.
Svo fór að Einar baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði að hann hefði ekki verið nægilega vel undirbúinn þegar hann opnaði á umræðuna á ráðstefnunni og að hann hefði mátt vanda mál sitt betur áður en hann …
Athugasemdir (2)