Bókin Grænmetisætan eftir suður-kóreska rithöfundinn Han Kang kom fyrst út árið 2007. Þó nokkrum árum síðar kom hún út í enskri þýðingu og hlaut Man Booker-verðlaunin árið 2016. Ég las þá um hana í The Guardian, nýbúin að fá mér Kindle-lestölvu, og varð svo forvitin að þetta var fyrsta bókin sem ég keypti rafræna.
Bókin hafði sláandi áhrif, á einhver óútskýranlegan hátt. Hrá en fögur, ofbeldisfull og hrífandi, ljóðræn og beitt tendraði hún ýmsar kenndir. Verkið er sett saman á frumlegan hátt, það skiptist í þrjá hluta, þrjár sögur sem tengjast mynda skáldsögu. Raunar hreyfði bókin svo við mér að ég hef ekki tölu á eintökunum sem ég hef keypt og gefið, þó að ég hafi ekki lesið hana aftur síðan.
„Mig var að dreyma“
Fyrsti hlutinn er út frá Yeong-hye, konu í ástlausu hjónabandi með manni sem má ekki við mannlegri ólgu. Þegar hún hættir að borða kjöt …
Athugasemdir