Á tíu árum hefur Hallgrímur skrifað þrjár skáldsögur sem sækja efni sitt í upphafsár síldveiða frá Siglufirði fram á kreppuárin, nær hálfrar aldar tímabil. Nú er lokabindið komið út og er stærst að vöxtum, hefur að geyma þrjár bækur 7 til 9 með 155 undirköflum, 615 síður, fyrri bindin tvö, Sólskinið og Kjaftshöggin, voru styttri, 461 og 544 blaðsíður. Öll þrjú koma út í bandi, kilju og rafbók, þær fyrri komnar út á hljóðbók.
Fyrst ber það að segja að svo efnisríkur sögulegur bálkur, á 1.620 síðum, er þrekvirki, bæði andlegt og ekki síður líkamlegt; að baki sköpunarverkinu er gríðarleg vinna, fyrst í heimildarannsókn, síðan úrvinnslu við að koma saman heimi sögunnar því hún er heildstæð og loks í skrifunum sjálfum.
Sá sem hyggst hefja lestur á síðasta hluta nær ekki botni í söguþráð, framvindu og persónur því allt byggir á því sem undan er komið: allt verkið er samstæð …
Athugasemdir