Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnars

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir var kjör­in til að skipa 2. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og hafði bet­ur gegn Jóni Gunn­ars­syni sem sótt­ist eft­ir sama sæti. Bjarni Bene­dikts­son var sjálf­kjör­inn í 1. sæti list­ans. Formað­ur og vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skipa því efstu tvö sæti lista flokks­ins í kjör­dæm­inu fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar.

Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnars

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Utanríkisráðherra, var kjörin til að skipa 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sóttist einnig eftir 2. Sæti en Þordís Kolbrún hafði betur. Hún fékk 206 atkvæði en Jón 134 

Kjördæmisráð samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við efstu 4 sæti á framboðslistanum. Á fundinum sem stendur yfir í Valhöll tilkynnti Jón í kjölfar úrslitanna að hann ætlar ekki að gefa kost á sér í þriðja sætið. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, var fyrr í dag sjálfkjörinn í 1. sæti listans í Suðurkjördæmis.

Þórdís Kolbrún tilkynnti á miðvikudag að hún sæktist eftir öðru sæti í Suðvesturkjördæmi, í stað þess að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi – líkt og hún hefur gert frá árinu 2007. Þá sagði Þórdís Kolbrún einnig að hún sé tilbúin að leiða þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti kjördæmisins, hættir: „Ég er tilbúin í það verkefni,“ sagði hún þá í samtali við Heimildina.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " tilkynnti Jón í kjölfar úrslitanna að hann ætlar ekki að gefa kost á sér í þriðja sætið. "
    En mun hann gefa kost á sér hjá Sigmundi Davíð? Jón er öfgva-hægri eins og Sigríður Andersen svo hann mun falla vel í kramið. Jafnvel Ásmundur Friðriks gæti flotið með en honum var líka hafnað.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár