Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Utanríkisráðherra, var kjörin til að skipa 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sóttist einnig eftir 2. Sæti en Þordís Kolbrún hafði betur. Hún fékk 206 atkvæði en Jón 134
Kjördæmisráð samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við efstu 4 sæti á framboðslistanum. Á fundinum sem stendur yfir í Valhöll tilkynnti Jón í kjölfar úrslitanna að hann ætlar ekki að gefa kost á sér í þriðja sætið.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, var fyrr í dag sjálfkjörinn í 1. sæti listans í Suðurkjördæmis.
Þórdís Kolbrún tilkynnti á miðvikudag að hún sæktist eftir öðru sæti í Suðvesturkjördæmi, í stað þess að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi – líkt og hún hefur gert frá árinu 2007. Þá sagði Þórdís Kolbrún einnig að hún sé tilbúin að leiða þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti kjördæmisins, hættir: „Ég er tilbúin í það verkefni,“ sagði hún þá í samtali við Heimildina.
En mun hann gefa kost á sér hjá Sigmundi Davíð? Jón er öfgva-hægri eins og Sigríður Andersen svo hann mun falla vel í kramið. Jafnvel Ásmundur Friðriks gæti flotið með en honum var líka hafnað.