Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halla Hrund fái oddvitasæti Framsóknar í Suðurkjördæmi

Halla Hrund Loga­dótt­ir, frá­far­andi orku­mála­stjóri og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóð­andi, er geng­in til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur vill að hún taki sæti sitt sem odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi.

Halla Hrund fái oddvitasæti Framsóknar í Suðurkjördæmi
Framboð Halla Hrund hlaut þriðju bestu kosninguna til forseta í vor. Mynd: Golli

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta tilkynnir hún í færslu á Facebook.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, býður Höllu Hrund velkomna í annari færslu á miðlinum og segist hafa ákveðið að leggja til við kjörstjórn flokksins í Suðurkjördæmi að hún taki þar við fyrsta sæti á lista í komandi kosningum. Sigurður Ingi, sem er núverandi oddviti í kjördæminu muni sjálfur sækjast eftir öðru sætinu. 

„Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Ég býð Höllu Hrund velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks. Ég er fullviss um að þessi nýja rödd Framsóknar og samvinnustefnunnar muni hljóma sterk fyrir kjördæmið og landið allt á Alþingi Íslendinga,“ skrifar Sigurður Ingi.

Halla Hrund, sem hefur hingað til verið óflokksbundin, segir að hún vilji vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins að leiðarljósi. Hún segist hafa gengið til liðs við Framsóknarflokkinn vegna þess að hann sé hvorki hægri né vinstri flokkur.

„Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland.“

Halla Hrund segist ætla að beita sér fyrir auðlindamálum, landsbyggðinni, samkennd og húsnæðismálum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hana"
    Virkjana-og vindmylluflokkurinn af öllum öðrum!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár