Dóra Björt Guðjónsdóttir, leiðtogi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis. Í færslu á Facebook segist hún hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, eftir „tilfinningastorm og hvirfilvind þungra þanka“.
„Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ skrifar Dóra og rekur að hún hafi verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata og leitt flokkinn tvívegis til kosningasigra.
„Þá hef ég tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem okkar verkefnum og áherslum var gert hátt undir höfði og við fengum mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem …
Athugasemdir (1)